VG í Hafnarfirði býður til göngu á Hverafjall í Sveifluhálsi í Krýsuvík þar sem til stendur að hefja boranir eftir heitu vatn á þessu ári. Við boranirnar verður landið eyðilagt og því fer hver að verða síðastur að njóta þessa fallega svæðis. Áætlanirnar vekja upp spurningar um auðlindanotkun og kannski auðlindasóun í Hafnarfirði og stöðu náttúruverndar á tímum orkuskipta.
Gangan er um 5 km löng og tekur u.þ.b. 2.5 klst og hefst á bílastæðinu við Seltún kl. 17:30, miðvikudaginn 17. maí. Þaðan er gengið um Ketilstíg að Arnarvatni og áð. Þá er stefnan tekin í átt að hverasvæðinu milli Hatts og Hettu, Baðstofunni, og loks gengið á Hverfjall.
Leiðsögumaður verður Davíð A Stefánsson oddviti VG í Hafnarfirði.
Öll velkomin og áhugasöm hvött til að mæta.