VG í Hafnarfirði býður til göngu að Austurengjahver í Krýsuvík þar sem til stendur að bora eftir heitu vatni og virkja. Hverinn birtist i kjölfar jarðskjálfta 1924 og er stærsti gufuhver landsins. Við boranirnar veður landið eyðilagt og því fer hver að verða síðastur að kynnast svæðinu.
Áætlanirnar vekja upp spurningar um auðlindanotkun og kannski auðlindasóun í Hafnarfirði, og stöðu náttúruverndar tímum orkuskipta.
Gangan sem er um 5 km og t.t. auðveld tekur uþb. 2 klst. og hefst á bílastæðinu við Grænavatn kl. 17:30. Gott er að vera við öllu búinn í góðum skóm og með regnstakk og vatn á brúsa.
Leiðsögumaður verður Davíð A Stefánsson oddviti VG í Hafnarfirði.
Öll velkomin!