Endur fyrir löngu í fjarlægri vetrarbraut…“- málefnafundur um geimferðir, drápsvélmenni o.fl Málefnahópur VG um utanríkismál efnir til opins málefnafundar þriðjudagskvöldið 2. desember. Umfjöllunarefnið er af stærri gerðinni: málefni himingeimsins og gervigreindar. Æsilegt kapphlaup er hafið um himingeiminn, rannsóknir hans og hagnýtingu. Hvernig er aþjóðalögum háttað? Þarf utanríkismálastefna stjórnmálaflokks að ná til geimsins? Á sama tíma horfum við upp á gríðarlega framþróun á sviði gervigreindar og smíði vélmenna. Hver eru tækifærin og hverjar eru ógnirnar? Eru drápsvélmenni handan við hornið? Til að hleypa af stað umræðum um þessi stóru álitamál hefur hópurinn fengið til liðs við sig tvo sérfræðinga. Þorbjörn Kristjánsson er doktorsnemi í heimspeki við Háskólann í Sheffield og fulltrúi í stefnumótunarhópi forsætisráðherra um stefnu Íslands varðandi gervigreind og Björg Alfa Björnsdóttir frá geimvísinda – og tækniskrifstofu Íslands
Anna Þorsteinsdóttir og Stefán Pálsson, hópstjórar málefnahóps um alþjóðamál boða til fundarins.