Meðal þess sem við munum ræða er hvernig við í Hafnarfirði búum að ungu fólki, hvernig mögulegt er að virkja hópinn, hvaða tækifæri bjóðist þeim til að sinna hugðarefnum sínum og hvernig við sem samfélag getum stutt við ungt fólk þegar illa gengur.
Til að vekja okkur til umhugsunar og taka þátt í umræðum hafa tvö stórmenni í ungmennamálum samþykkt að koma og segja frá sínum störfum í þágu barna og ungmenna. Þetta eru þau Margrét Gauja Magnúsdóttir, deildastjóri ungmennahúsa í Hafnarfirði og segir frá starfi Hamarsins og Múskík og mótor og Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður sem er þekktur fyrir störf sín í þágu barna og ungmenna sem eru í vanda.
Hlökkum til að sjá ykkur öll!
Hér er hlekkur á fundinn: https://us02web.zoom.us/j/86988310233?pwd=T1pWOW8zZkxDbnl2SXRpU2RaOExNQT09
Meeting ID: 869 8831 0233
Passcode: 472929
Göngum lengra til móts við unga fólkið!