PO
EN
VG Portið, Bankastræti 2

Prjónakvöld og skiptifatamarkaður

9. maí
kl. 19:30

Heimatilbúinn klæðnaður og endurnýting á fatnaði er mikilvægur hluti af hringrásarhagkerfi. 

Innan raða Vinstri grænna er mikið um prjónara. Meðal þeirra hefur Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur og 3. sæti á lista VG í Reykjavík, fengið mikla athygli fyrir glæsilegar sjálfprjónaðar peysur. 

Vinstri græn bjóða ykkur því á prjónakvöld og skiptifatamarkað! Kíkið við, takið prjónadótið með – ef þið eigið ekki svoleiðis þá verðum við með garn og prjóna og færa kennara á staðnum. 

Í nafni endurnýtingar verðum við líka með skiptifatamarkað. Komið með flíkur sem þið notið ekki lengur sem geta fengið nýtt líf hjá öðrum og finnið einhverja gersemi til að taka með ykkur heim.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search