Rafræn sveitarstjórnarráðstefna VG verður haldin 25. apríl frá klukkan 10:00 – 12:00.
Ráðstefnuna átti að halda í Garðabæ, en hún verður þess í stað haldin um land allt á alnetinu. Ráðstefnan „Stafræn Sveitarfélög: Aukið jafnræði“ er ætlað að varpa ljósi á stafrænar lausnir í málefnum sveitarfélaga í sem víðustum skilningi og hvernig slíkar lausnir kunni að auka jafnræði innan sveitarfélag sem og á milli þeirra.
Erindi fundarins eru fjögur:
Fjóla María Ágústsdóttir, Breytingarstjóri rafrænnar þjónustu hjá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga: Stafræn stjórnsýsla
Helga Harðardóttir, sérfræðingur í Heilbrigðisráðuneyti: Fjarheilbrigðisþjónusta
Álfhildur Leifsdóttir, kennari og kennsluráðgjafi við Árskóla: Jafnrétti til náms
Ingimar Friðriksson, forstöðumaður UT deildar Kópavogsbæjar: Nightingale – dæmi um opna hugbúnaðarþróun
Fundarstjóri er Bjarni Jónsson formaður Sveitarstjórnarráðs VG