Search
Close this search box.

Rafræn sveitarstjórnarráðstefna VG – 25 apríl

Rafræn sveitarstjórnarráðstefna VG verður haldin 25. apríl frá klukkan 10:00 – 12:00.

Ráðstefnuna átti að halda í Garðabæ, en hún verður þess í stað haldin um land allt á alnetinu.  Ráðstefnan „Stafræn Sveitarfélög: Aukið jafnræði“ er ætlað að varpa ljósi á stafrænar lausnir í málefnum sveitarfélaga í sem víðustum skilningi og hvernig slíkar lausnir kunni að auka jafnræði innan sveitarfélag sem og á milli þeirra.

Erindi fundarins eru fjögur:

Fjóla María Ágústsdóttir, Breytingarstjóri rafrænnar þjónustu hjá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga: Stafræn stjórnsýsla

Helga Harðardóttir, sérfræðingur í Heilbrigðisráðuneyti: Fjarheilbrigðisþjónusta

Álfhildur Leifsdóttir, kennari og kennsluráðgjafi við Árskóla: Jafnrétti til náms

Ingimar Friðriksson, forstöðumaður UT deildar Kópavogsbæjar: Nightingale – dæmi um opna hugbúnaðarþróun

Fundarstjóri er Bjarni Jónsson formaður Sveitarstjórnarráðs VG

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search