Félagar VG í Kópavogi eru hvattir til að mæta á hitting með stjórn VG í Kópavogi, eftir vinnu miðvikudaginn 25. janúar. Komið verður saman á Veitingastaðnum Energia í Smáralind, klukkan 17.00. Þar er hægt að kaupa sér kaffi og með því. Og eiga gott spjall við stjórnina um VG-lífið framundan.
Fyrir hönd stjórnar. Ásta Kristín Guðmundsdóttir, formaður.