Katrín Jakobsdóttir og Salvör Nordal fara yfir sögu stjórnarskrárvinnunnar frá 2009 til dagsins í dag. Mikið hefur farið fyrir undirskriftalista Stjórnarskrárfélagsins þar sem krafa var gerð um að Alþingi myndi samþykkja að tillögur stjórnlagaráðs yrðu notaðar sem grundvöllur að nýrri stjórnarskrá.
En hvað felst í því að tillögurnar séu notaðar sem grundvöllur að nýrri stjórnarská? Í gegnum hvaða ferli hafa tillögurnar nú þegar farið? Er ásættanlegt að þingið komi stjórnarskrártillögum í gegn í bitum eða ber okkur skylda til að hafna öllum stjórnarskrártillögum öðrum en þeim sem miða að heildarsamþykkt á nýrri stjórnarskrá?
Katrín Jakobsdóttir er forsætisráðherra og formaður Vinstri-grænna.
Salvör Nordal var formaður stjórnlagaráðs 2011-13
Katrín og Salvör munu hvor um sig flytja stutt erindi en svo mun orðið vera laust.
Við hvetjum alla áhugasama að taka þátt. Fundurinn verður aðgengilegur hérna.
Verið öll velkomin!