EN
PO
Search
Close this search box.

Stjórnmálaskóli VG : Lýðræði, popúlismi og vinstri stjórnmál

Víða um Evrópu hafa popúlísk stjórnmálaöfl skotið rótum, sérstaklega á hægri vængnum. Þótt slíkar hreyfingar og flokkar nái ekki kjöri alls staðar þar sem þær bjóða fram hafa þær mikil áhrif á stjórnmálaumræðu, meðal annars í tengslum við loftslagsmál, innflytjendamál og jafnréttismál.

Hvaða áhrif hefur popúlismi á starfsemi stjórnmálahreyfinga og hver getur talað í nafni „fólksins“?

Með hvaða hætti skila stór loforð sér til almennings?

Hvert er samband vinstri stjórnmála við popúlisma og hvernig á vinstrið a bregðast við öfgahreyfingum?

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður VG ræðir um áhrif popúlisma á lýðræðislegar hreyfingar og mikilvægi þess að vinstri flokkar vinni saman gegn öfgaöflum sem grafa undan mannréttindum og afneita loftslagsvandanum.

Valur Ingimundarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, fjallar um popúlistaflokka, rætur þeirra, hugmyndafræði, pólitískar aðferðir og metur stöðu og áhrif þeirra í evrópskum stjórnmálum.

Fundarstjóri er Berglind Rós Magnúsdóttir

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search