Boðað er til aðalfundar VG á Tröllaskaga þriðjudaginn 27.október klukkan 20:00. Fundurinn verður rafrænn og verður vefslóð fundarins send út samdægurs. Tæknilegar upplýsingar um fundinn eru aðgengilegar með því að smella hérna
Á fundinum verður kosið um tillögu að nýrri stjórn. Tillaga að stjórn:
Bjarkey Olsen Gunnarsdótir – Ólafsfirði
Kristján Eldjárn Hjartarson – Dalvíkurbyggð,
Sigurður Hlöðversson – Siglufirði.
Hafir þú áhuga því að starfa í stjórn VG á Tröllaskaga getur þú sent erindi þitt á vg@vg.is, boðið er opið öllum félagsmönnum. Stjórn skiptir með sér verkum eftir kosningu.
Dagskrá fundarins:
1. Fundur settur af þingmanni kjördæmisins. -Tillaga um fundarstjóra/ fundarritara:
2. Tillaga um að stofna sameiginlegt félag VG á Tröllaskaga borin upp.
3. Tillaga að lögum VG á Tröllaskaga lögð fram til umræðu og síðan atkvæðagreiðslu.- Smellið hér til að sjá tillögu að lögum.
4. Tillaga um félagsgjald sbr. 9. gr. laga VG – um hlutverk svæðisfélaga, borin upp
5. Kosið um tillögu að stjórn VG á Tröllaskaga.
6. Kjör fulltrúa í kjördæmisráð
7. Önnur mál.
8. Fundargerð stofnfundar borin upp til samþykktar
Hlökkum til að skjá ykkur sem flest!