Sveitarstjórnarráð Vinstri grænna heldur fund 11. apríl og heldur áfram að undirbúa sveitarstjórnarráðstefnuna sem fram fer þremur dögum síðar og þá verður fundurinn með Guðmundi Inga Guðbrandssyni félagsmálaráðherra, sem áður var boðaður hér.
Sveitarstjórnarráð VG er skipað sveitarstjórnarfulltrúum, af listum VG, eða óháðum listum, sem eru félagar í VG, varafulltrúum í sveitarstjórn, oddvitum framboða, sem ekki náðu kjöri og sveitarstjórum, séu þeir skráðir félagar.
Sérstök athygli er vakin á því að fulltrúar í flokksráði hafa seturétt sem áheyrnarfulltrúar í sveitarstjórnarráði, samkvæmt lögum hreyfingarinnar.
Fyrir hönd sveitarstjórnarráðs.
Álfhildur Leifsdóttir, formaður sveitarstjórnarráðs.