Sveitarstjórnarráð VG ræðir málefni líðandi stundar, starfið framundan og haustfund í Skagafirði.
Sveitarstjórnarráð VG er skipað sveitarstjórnarfulltrúum, af listum VG, eða óháðum listum, sem eru félagar í VG, varafulltrúum í sveitarstjórn, oddvitum framboða, sem ekki náðu kjöri og sveitarstjórum, séu þeir skráðir félagar.
Sérstök athygli er vakin á því að fulltrúar í flokksráði hafa seturétt sem áheyrnarfulltrúar í sveitarstjórnarráði, samkvæmt lögum hreyfingarinnar.
Fyrir hönd sveitarstjórnarráðs.
Álfhildur Leifsdóttir, formaður.