Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, þingmenn VG og fylgdarlið koma og spjalla við heimafólk á Kirkjubæjarklaustri.
Ræðum stjórnmálin í byrjun árs og áherslur í heimabyggð!
**
Þingflokkur VG verður á ferð um allt land í kjördæmavikunni sem hefst 10. febrúar næstkomandi og stendur alla vikuna. Í för með þingmönnunum slást varaþingmenn, sveitarstjórnarfólk, formenn svæðisfélaga, starfsmenn, VG-stjórnir og félagar. Heimsóttir verða vinnustaðir, fundað víða og ýmislegt brallað.