Undirbúningur fyrir landsfund: Nýsköpun

29. apríl

Níu málefnahópar hafa unnið að stefnumálum hreyfingarinnar í rúmt ár og kynntu málefnahópsstjórar afrakstur þeirrar vinnu á rafrænum flokksráðsfundi í janúar. Stefnurnar, sem afgreiddar verða á rafrænum landsfundi 7. og 8. maí, eru aðgengilegar hér: 

https://landsfundur.vg.is/fundargogn/.

Málefnahópar kæmu undir venjulegum kringumstæðum saman á landsfundinum sjálfum til þess að leggja lokahönd á stefnur. Í ljósi aðstæðna verður annar háttur hafður á nú og munu hóparnir  koma saman síðustu vikurnar fyrir landsfund. Félagar eru hvattir til þess að taka þátt í þessum síðustu fundum málefnahópanna sem eru öllum félögum opnir. Fyrir þáttöku á fundinum hafðu samband við starfsmann hóps: huldah@althingi.is

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.