Hvað er málið með kvótakerfið, strandveiðar og byggðakvótann?
Hver er staðan á aðstoð við fólk með fíknivanda?
Er eðlilegt að hún sé að mestu í höndum frjálsra félagasamtaka?
Næsti fundur þingflokks með UVG meðal annars um ofangreint, en helst viljum við ræða það sem brennur á fólki hverja stundina.
Nú er tækifæri að ræða málefnin, spjalla og eiga notalega kvöldstund saman. Ung vinstri græn funda með þingflokki Vinstri grænna miðvikudaginn 10. maí klukkan 20.
Fundurinn er opinn fyrir alla félaga í UVG og fer fram á skrifstofu þingflokks.
Mikilvægt er að skrá sig á formið hér.