Search
Close this search box.

UVG: Skaðaminnkun og neyslurými

25. nóvember
kl. 14:00

Miðvikudaginn 25. nóvember kl. 14:00 verður rafrænn fundur um skaðaminnkun og neyslurými á vegum Ungra vinstri grænna.
Framsögur á fundinum flytja, Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi í Reykjavík, Elísabet Brynjarsdóttir verkefnastýra og hjúkrunarfræðingur Frú Ragnheiðar – skaðaminnkun hjá Rauða krossinum og Ólafur Þór Gunnarsson alþingismaður.
Fundarstjóri verður Sigrún Birna Steinarsdóttir, formaður UVG.Fundurinn fer fram í gegnum Zoom (tengill inná fund kemur síðar), boðið verður upp á spurningar í gegnum Q&A þar, en einnig er hægt að fylgjast með fundinum á facebook síðu Ungra vinstri grænna.„Skaðaminnkun vísar til stefna, verkefna og verklags sem miðar fyrst og fremst að því að draga úr heilsufarslegum, félagslegum og efnahagslegum afleiðingum notkunar löglegra og ólöglegra vímuefna án þess endilega að draga úr vímuefnanotkun. Skaðaminnkun gagnast fólki sem notar vímuefni, fjölskyldum þeirra, nærsamfélagi og samfélaginu í heild. Það sem einkennir þessa leið er áherslan á að fyrirbyggja skaða fremur en að fyrirbyggja sjálfa notkunina. Þannig hefur skaðaminnkun sterka skírskotun til lýðheilsu og mannréttinda.”
(https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/skadaminnkun/)

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search