Venju samkvæmt boða Vinstri græn í Reykjavík til 1. maí kaffis, en að þessu sinni að Hallveigarstöðum, Túngötu 14. Húsið opnar klukkan 14.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra verður aðalgestur samkomunnar. Hann mun ávarpa samkomuna klukkan 15, en auk hans verða þingmenn Reykjavíkur og borgarfulltrúar á staðnum og ræða við gesti og gangandi.
Búast má við fleiri spennandi gestum og auðvitað góðum veitingum eins og VGR er von og vísa.
Sjáumst sem flest á baráttudegi verkalýðsins!