Framboðslisti VG á Austurlandi verður kynntur á opnum fundi á Egilsstöðum á morgun kl 17.00
Mikil eftirvænting ríkir með framboðinu og ætlar forysta hreyfingarinnar að fjölmenna á fundinn; ráðherrar, þingmaður kjördæmisins, stjórn og formenn svæðisfélaga.
Á fundinum verður áherslan á sveitarstjórnarmál og kosningar framundan í nýju sveitarfélagi á Austurlandi.
Frummælendur:
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Oddviti VG listans á Austurlandi
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest,
stjórn VG.