Stjórn VG í Hafnarfirði býður til opins fundar föstudaginn 26. nóvember kl. 20:00 á Pallett, Strandötu 75.
Okkur langar til að hitta sem flest, fræðast og ræða sveitastjórnarkosningarnar í vor, heyra hvað skipti mestu máli fyrir bæjarbúa, og hvað er mikilvægast að setja á dagskrá.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
Bjarki Bjarnason, bæjarfulltrúi VG og forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ kemur til okkar og segir okkur frá því sem efst er á baugi í pólitíkinni í Mosfellsbæ.
Hlökkum til að sjá þig!
Stjórn VG í Hafnarfirði