PO
EN

Flokksráðsfundur 8. febrúar 2019

Flokksráðsfundur VG á Grand Hótel 8. febrúar 2019.

Edward Hujibens stýrir fundi

Elín Oddný Sigurðardóttir og Ragnar Karl Jóhannsson rituðu fundargerð.

Fundur settur klukkan 17.10..

  1.  Edward Hujibens formaður flokksráðs og varaformaður Vinstri grænna ávarpar og setur fundinn.

  2. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ávarpar fundinn.

  3. Staðan í fjármálum hreyfingarinnar. Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri fer yfir stöðuna í fjármálum hreyfingarinnar.

Hlé gert á fundi kl. 18.15.

Fundur settur að nýju kl. 19.20.

  • Kynning almennrar stjórnmálaályktunar. Edward Hujibens kynnir almenna stjórnmálaályktun. Breytingartillögur verða að berast skriflega fyrir kl. 21.00.
  • Almennar stjórnmálaumræður.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnir helstu mál sem unnið er að í heilbrigðisráðuneytinu. Stefnumótun í málefnum heilabilaðra er hafin. Krabbameins áæltun er komin i gang auk þess hefur mikil vinna verið í öldrunarmálum. Auk þess er mikilvægt að efla meðferð við fíknsjúkdómum. Einnig eru gæðamálin og fjármögnunerkerfi heilbrigðisþjónustunnar stórt mál.

Líf Magneudóttir leggur til að rætt verði um menntamál í tengslum við jöfnuð í samfélaginu.

Kolbeinn Óttarson Proppé fyllist stolti yfri að tilheyra þessarri öflugu hreyfingu. Hann þakkar einnig formanni og varaformanni fyrir góðar ræður. Það sem fyrir nokkrum árum hefði allt eins geta verið draumsýn er nú orðin veruleiki. Hann upplifir stolt yfir því sem heilbrigðisráðherra er að gera. Nú erum við að uppskera í ýmsum mikilvægum málum t.d húsnæðismálum.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir segir það hafa verið gríðarleg áskorun að taka þátt í þessarri ríkisstjórn. Við þurfum að vera duglegri við að fagna því sem vel er gert. Ráðherrar okkar í vinstri grænum er að gera gríðarlega mikilvæga hluti. Mikilvægt að standa með okkar fólki.

Una Hildardóttir vill horfa til baka á hvernig þessi hreyfing treystir ungu fólki. Hún upplifir að samskipti við ungt fólk innan hreyfingarinnar sé á jafningjagrundvelli. VG treystir ungu fólki.

Ari Trausti Guðmundsson, Norðurslóðarmál og umhverfisbreytingar. VG er mjög virkt í ráðunum þremur sem tengjast Norðurslóðarmálum. Við höfum mikil áhrif á okkar hátt.

Ólafur Kjartansson, hver eru okkar áhrif í ríkisstjórninn. Myndi vilja fá gott veganesti með sér heim til þess að svara í sínu kjördæmi spurningum um hvað VG er að gera í þessari ríkisstjórn. Langar að koma með skýr stutt skilaboð til almennings frá VG með þessum fundi. Vill að þau sem eru á lægstu launum geti lifað af þeim.

Ragnar Óskarsson, eitt atriði sem er mjög mikilvægt vegna ólgu í samfélaginu. Skattkerfið er ranglátt og hefur verið allt of lengi. Þeir sem eiga fjármagnið hafa grætt á þessu. Fögnum við að með VG í ríkisstjórn sé þetta að batna. Mikil átök eiga eftir að vera um skattamál á næstunni með komandi kjarasamningum. Þeir sem hafa gnótt af öllu eiga að greiða meiri skatta. Allir aldurshópar eru misskiptir og í öllum hópum eru einhverjir sem hafa nóg af peningum og geta greitt meiri skatta. Landsbankinn á að vera gerður að samfélagsbanka.

Fjölnir Sæmundsson, við eigum að halda í okkar gömlu góðu gildana og pína okkar samstarfsflokka meira. Við hefðum átt að sína meiri pönk þó við séum í ríkisstjórn, sérstaklega í Klaustursmálinu. VG hefði átt að skila auðu varðandi málefni Venúsela. Þrískipt skattkerfi en ekki flata skatta og engin veggjöld eins og búið var að samþykkja á landsfundi.

Ingibjörg Þórðardóttir, hefur áhyggjur af menntamálaráðuneytinu. Tilviljunarkennt hvernig fjárframlög til framhaldsskólana er að berast. Gallar í þriggja ára framhaldsskólanum. Bitnar á félagsstarfi og lærdóm sem kemur utan skólastofanna. Ótrúlega tilviljunnarkennt hvað er kennt innan sömu brauta á milli skóla. Þarf að koma inn umhverfismennt í skólana ásamt kynjafræði. Erlendir nemendur í skólunum eru ekki með fjármagn með sér og því þarf að skera niður þjónustu til þeirra. Skólarnir eru of oft háðir atvinnulífinu í heimabyggð og því þarf að breyta.

Cecil Harðarson, var óskaplega feginn að við erum að leggja áherslu á þessi málefni sem koma í ályktun okkar. Tvennt sem við þurfum að gjalda varhug við varðandi samstarfsflokka. Finnst við vera eins og kramin lús í málefnum Venúsela og hitt heyrði hann í dag að dómsmálaráðuneytið ætli að rýmka heimildir hatursorðræðu.

Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm tekur undir með Unu og lýsir yfir ánægju með því hversu ungt fólk á gott aðgengi inn í starf VG. UVG fái að taka þátt í starfi flokksins og vera þáttakandi með þingflokknum. Tilkynnir að UVG á norðurlandi sé að taka til starfi. Ræðir svo um socilisti, hún er stoltur socialismi og við meigum ekki láta orðræðuna gera orðið neikvætt

Þóra Magnea Magnúsdóttir studdi þátttöku hreyfingarinnar í þessarri ríkisstjórn. Einnig vill hún hrósa ráðherrum okkar, sérstaklega forsætisráðuneytinu. Hún kemur inn á málefni fólks sem dettur út af vinnumarkaðnum vegna sjúkdóma þar sem starfsgeta verður skert. Við þurfum að vinna að því að fólk með reynslu geti unnið störf og hefur eitthvað að gefa.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson þakkar fyrir hlý orð félaga í sinn garð. Hann vill árétta að ráðherrar eru hluti af öflugu liði, hann vill þakka Orra og Sigríði aðstoðarfólki sínu fyrir sína vinnu. Umhverfismálin eru komin á dagskrá í samfélaginu. Fólk er búið að átta sig á því hversu stórt mál loftlagsbreytingar eru. Hann vill ræða loftlagsmálin og fríðlýsingar.

Daníel Arnarson er þakklátur fyrir tíma sinn í VG. Hann þakkar forsætisráðherra fyrir að semja við samtökin 78. Einnig ítrekar hann mikilvægi þess að vinna áfram frumvarp um kynrænt sjálfræði trans- og intersex fólks.  Honum hefur alltaf verið vel tekið. Við erum öll félagar i VG, við megum öll tala út frá bæði tilfinningum og praktí. Feminismi og umhverfismál eru orðin hluti af stjórnmálum samtímans. Við tekur mikið uppbyggingarstarf fram að kosningunum 2021.

Steinunn Þóra Árnadóttir gerir friðarmálin að umtalsefni sínu. Mikilvægt að standa lappirnar á alþjóðavettvangi. Við þurfum að gera okkur meira gildandi í friðarmálum á alþjóðavettvangi t.d með því að samþykkja bann við kjarnorkuvopnum.

Elín Oddný Sigurðardóttir vill taka undir alla hamingjuóskirnar sem hafa komið. Hér eru líka margir sveitastjórnarfulltrúar hér, þó þeim fari fækkandi. Það þarf að efla svæðisfélögin og búa til betri brag VG í sveitarfélögunum. Við þurfum að fara af stað og hitta fólk. Því mikið samstarfs getur verið á milli ríksstjórnarstarfsins og sveitarfélagastarfa. Til að ná árangri í loftslagsmálum þurfum við að fá sveitarfélögin með okkur í samstarf, því án þeirra gerist ekkert í þeim málum.

Einar Ólafsson gerir kjör aldraðra og öryrkja að umtalsefni sínu. Einnig minnir hann á að hreyfingin er andheimsvaldasinnuð og styður úrsögn íslands úr NATO. Einar gerir sér grein fyrir því að úrsögn úr NATO er ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar. En við þurfum að huga að okkar stefnu í utanríkis-og alþjóðamálum og tala fyrir henn.

Óli Halldórsson gerir þær gríðarlegu miklu samfélagsbreytingar sem orðið hafa á síðustu 20 árum. Upplýsingar og gögn flæða út um allt. Tæknibyltingin hefur gjörbreytt samfélaginu. Mikilvægt er að vinna framtíðarsýn til næstu 20 ára.

Kristín Sigfúsdóttir rifjar upp upphaf hreyfingarinnar og fyrsta framboðið í NA kjördæmi 1999. Fólk vann baki brotnu og í sjálfboðavinnu og engir peningar til að bjóða fram.

Rósa Björg Þorsteinsdóttir er ánægð með störf ráðherra okkar í ríkisstjórn. Rósa Björg vill ræða stöðu fólks af erlendum uppruna í okkar samfélagi. Það eru að verða til tvö samfélög á íslandi. Við verðum að standa með verkalýðshreyfingunni til að tryggja að fólk eigi til hnífs og skeiðar. Útrýmum fátækt á íslandi, það er vel hægt.

Kaffihlé gert á fundi kl. 21.10.

Fundur settur að nýju kl. 21.30.

  • Afgreiðsla ályktana.

Alls bárust 2 breytingartillögur við almenna stjórnmálaályktun. Verða þær bornar upp sérstaklega. Síðan verður ályktunin borin upp í heild sinni.

Breytingartillaga 1 – frá Líf Magneudóttir og Katrinu Jakobsdóttur

Breytingartillaga 2 – frá Rósu Björk Þorsteinsdóttir

Lagt til að sameina þessar tvær breytingartillögu í eina, hún lesin upp í heild sinni.

Umræður um framkomnar breytingartillögur.

Sameinuð breytingartillaga samþykkt samhljóða.

Almenn stjórnmálaályktun borin upp svo breytt í kjölfar umræðna og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 21.52.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search