Search
Close this search box.

Flokksráðsfundur 12. september 2015

  1. Björn Valur Gíslason setti fundinn.
  2. Katrín Jakobsdóttir ávarpaði fundinn.
  3. Hildur Traustadóttir kynnti ársreikning hreyfingarinnar fyrir árið 2014.
  4. Katrín Jakobsdóttir gerði grein fyrir afdrifum ályktana síðasta landsfundar og kynnti drög að kvenfrelsisstefnu sem vísað var til ritstjórnar hjá stjórn.
  5. Ályktanir frá stjórn Vinstri grænna í Reykjavík afgreiddar:
    1. Um deilihagkerfi. Samþykkt að vísa tillögunni til ritstjórnar ályktana fyrir landssfund.
    2. Um málefni ungs fólks. Samþykkt að vísa tillögunni til ritstjórnar ályktana fyrir landsfund.
  6. Fram fór kynning á drögum að nýrri stefnu frá málefnahópum sem stofnaðir voru á síðasta flokksráðsfundi:
    • Álfheiður Ingadóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir kynntu drög velferðar- og heilbrigðishóps.
    • Edward Huijbens kynnti drög atvinnu-, byggða- og efnahagsmálahóps.
    • Líf Magneudóttir kynnti drög lýðræðis- og mannréttindahóps.
    • Ingimar Karl Helgason kynnti drög mennta- og menningarmálahóps.
    • Herdís Schopka kynnti drög umhverfis- og loftslagsmálahóps.
    • Auður Lilja Erlingsdóttir og Gísli Garðarsson kynntu drög alþjóða- og friðarmálahóps.
  7. Pallborðsumræður um störf málefnahópa þar sem forsvarsfólk hópanna sat fyrir svörum.
  8. Björn Valur Gíslason sleit fundi kl. 17.15.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search