Search
Close this search box.

Flokksráðsfundur 13. febrúar 2016

Fundarstjóri: Björn Valur Gíslason

Ritarar: Elín Oddný Sigurðardóttir og Una Hildardóttir.

Fundur settur kl. 10.40

 1. Björn Valur Gíslason, formaður flokksráðs setur fundinn.
 2. Ræða formanns. Katrín Jakobsdóttir.
 3. Una Hildardóttir gjaldkeri hreyfingarinnar kynnir fjárhagsáætlun 2016 og fjárhagsstöðuna í upphafi árs.
 4. Kynning á tillögum lagabreytingarhóps um breytingar á lögum hreyfingarinnar og umræða um þær. Una Hildardóttir kynnir.

Björn Valur Gíslason opnar mælendaskrá.

Umræður um lagabreytingar.

Margar athugasemdir komu fram við tillögur lagabreytingarhóps, óánægja með hugmyndum um að fækka flokksráðsfulltrúum úr 30 í 40. Er ekk nóg að setja í lög að flokksráðsfundir eru löglegir ef til þeirra er löglega boðað. Hvernig á kosningu í flokksráð að vera háttað? Við þurfum að lenda því. Hver á þröskulurinn varðandi boðun landsfunda að vera 10%, 25% eða eitthvað annað. Erum við að opna eða loka starfssemi hreyfingarinnar með þessum breytingum? Vilji landsfundar var sannarlega að opna starfið með framkomnum lagabreytingum. Lögin þurfa að henta öllum aldurshópum, getum ekki farið alveg á netið. Þátttaka í starfi hreyfignarinnar má ekki takmarkast við efnahag, lágmarksviðmiðunarárgjald fellt 2009. Næsti landsfundur má ekki snúast um lagabreytingar, þá eigum við að hefja upptakt að kosningabaráttu á þeim tíma. Hvernig ætlum við að vinna áfram með þessar hugmyndir? Málefnahópavinna? Opið málþing? Hvernig fáum við félaga til að taka þátt í þessarri vinnu?

Lagabreytingartillögum var vísað frá Landsfundi til Flokksráðs. Nú er það flokksráðs að ákveða með hvaða hætti við höldum málinu áfram.

Katrín Jakobsdóttir leggur til að valin hópur flokksráðsfulltrúa verði kjörnir til að starfa með lagabreytingarnefnd til opna vinnuna og gera félögum kleift að taka þátt í vinnunni framundan. Hópurinn skili af sér fyrir næsta flokksráðsfund.

Lagabreytinganefnd skipuð af stjórn; Hrafnkell Lárusson, Jakob S. Jónsson, Una Hildardóttir og Björg Eva Erlendsdóttir.

Skipaðir af Flokksráði; Líf Magneudóttir, Þuríður Backman, Ólafur Þór Gunnarsson, Björn Reynir Halldórsson, Gísli Garðarsson,  Steinar Harðarson, Einar Bergmundur Þorgerðarson Bóasarson, Sóley Björk Stefánsdóttir.

Una Hildardóttir, gjaldkeri og meðlimur í lagabreytingarnefnd mun kalla saman fyrsta fund hópsins.

Hádegishlé kl. 12.45

Fundur settur að nýju kl. 13.15

 • Vinna málefnahópa við framsetningu á stefnu á heimasíðu og framhald vinnu málefnahópa. Elín Oddný Sigurðardóttir Kynnir.
 • Mennta og menningarmálastefna VG – Sara Stefánsdóttir hópstjóri í mennta og menningarmálahóp kynnir. Mennta-og menningarmálastefna VG borin upp og samþykkt samhljóða.
 • Afgreiðsla ályktana. Björn Valur Gíslason gerir grein fyrir framkomnum ályktunum.

Atkvæðagreiðsla um ályktanir

 1. Stjórnmálaályktun – samþykkt með ákomnum breytingum.

Hlé gert á fundi kl. 14.15

Málþingið; Öruggt heimili er réttur allra.

Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri Unicef
Henný Hinz, Hagfræðingur ASÍ
Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Búseta.

Elín Oddný Sigurðardóttir og Bjarni Jónsson stýra umræðum.

Fundur settur að nýju kl.16.40

Atkvæðisgreiðslur um ályktanir halda áfram:

 • Opinbert eignarhald á fjármálastofnunum – tekin inn með afbrigðum.  – Tillagan samþykkt með áorðnum breytingum.
 • Opnara Ísland – áskorun til stjórnvalda – Samþykkt samhjóða með áorðnum breytingum.
 • Herstöðvarlaust Ísland – Samþykkt samhjóða með áorðnum breytingum.
 • Ríkisstjórn ræðst á rammaáætlun – samþykkt samhljóða.
 • Framtíðarsýn í ferðaþjónustu – Samþykkt samhjóða með áorðnum breytingum.
 • Hjúkrunarheimili og ferðaþjónusta – tillögunni er vísað frá.
 • Gegn matarsóun, tillagan tekin til umræðu með afbrigðum. – Tillagan er samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl.17.16

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search