Search
Close this search box.

Flokksráðsfundur 17-18. október 2014

  1. Björn Valur Gíslason setti flokksráðsfund
  2. Ávarp Katrínar Jakobsdóttur
  3. Kynning á tillögu að málefnahópum til undirbúnings landsfundar 2015
  4. Björn Valur Gíslason kynnti ársreikning hreyfingarinnar fyrir árið 2013
  5. Sóley Tómasdóttir kynnti framkomnar ályktanir og ályktanahóp fundarins sem í sitja Álfheiður Ingadóttir, Edward Hijbens, Einar Ólafson og Una Hildardóttir. Samþykkt að taka á dagskrá ályktanatillögu um Palestínu sem barst eftir að tilskilinn frestur til innsendingar rann út.
  6. Almennar stjórnmálaumræður:
    1. Elín Sigurðardóttir: Fagnar framkominni umræðu um opinber viðmið varðandi fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og talar um mikilvægi þess að hafa viðmiðin sanngörn.
    1. Sóley Stefánsdóttir: Gerði athugasemdir við framkomnar ályktanir og óskaði eftir skýringum.
    1. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir: Lýsir eftir þingmanni sem er tilbúinn til að afnema húsmæðraorlof og segist ella muni leggja fram ályktun um það. Hefur efasemdir um ályktun um íbúakosningu – og telur íbúakosningu ekki endilega gera mikið fyrir lýðræðið. Telur okkur þurfa að vera opnari fyrir nýju fólki, draga úr dómhörku hvert gagnvart öðru og einbeita okkur að sameiginlegri stefnu okkar og fá fólk til liðs við okkur.
    1. Steinar Harðarson: Talaði fyrir ályktun um íbúakosningar – að íbúarnir verði að fá beina aðild að ákvarðanatöku í ríkari mæli, og um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, að sett verði lágmarksviðmið.
    1. Héðinn Björnsson: Um réttindi og aðbúnað fanga sem eru óásættanleg að mörgu leyti.
    1. Ragnar Stefánsson: Vill gagngerar breytingar á samfélagsgerðinni og hvetur félaga til að taka efnislega á málum, að fjalla um málefni en ekki menn. Talar um mikilvægi þess að hækka lágmarkslaun – að afnema dagvinnulaun sem ekki er lifandi af.
    1. Reynir Þór Eyvindsson: Talar um möguleikann á því að ganga hús úr húsi og tala við fólk um hugsjónir Vinstri grænna. Ekki endilega að kynna okkur sem VG, heldur sem áhugafólk um þau málefni sem við stöndum fyrir. Þannig séu meiri líkur á að fólk sé tilbúið til að opna og ræða við okkur.
    1. Daníel Haukur Arnarson: Kynnti styrktarmannakerfi Vinstri grænna.
    1. Ragnar Frank: Ræðir um mikilvægi VG sem umhverfisverndrflokks og flokks láglaunafólks. Boðar breytingartillögu við ályktun um að “Náttúran skuli njóta vafans”. 
    1. Edward Huijbens: Ræðir um framtíðarsýn Vinstri Grænna. Framtíðarsýnin þarf að vera innihaldsrík en jafnframt stutt og hnitmiðuð. Hún þarf að innhalda frið, að við sjáum fyrir okkur friðsælt samfélag, að við lifum í sátt við náttúruna, að við stuðlum að jöfnuði, stöndum með pólitíkinni okkar og að við stöndum fyrir siðlegum samskiptum.
    1. Guðrún Jónsdóttir: Við höfum arðrænt landið okkar og hvert annað og höldum því áfram eins og ekkert sé – eins og enginn sé morgundagurinn. Við verðum að tala skýrt og skorinort um það sem betur má fara. Gerði grein fyrir athugasemdum við ályktunartillögur sem liggja fyrir fundinum.
    1. Hulda Hólmkelsdóttir: Sagði frá nýliðnum landsfundi UVG þar sem nokkur ágreiningur kom upp um kvenfrelsi, en hún áréttaði að UVG hefur alltaf verið róttækasta hreyfingin. Hún fagnaði ályktun um olíuvinnslu og vonar að hún nái betur í gegn en sú sem UVG lagði fram á sínum tíma. Gerði grein fyrir breytingum á ályktunum sem lagðar voru fram í nafni UVG.
    1. Gísli Garðarsson: Fjallaði um ályktun um íbúakosningar í sveitarfélögum og mótmælti því að það ætti að vera of auðvelt að kalla þær fram. Nefndi dæmi um að andstæðingar mosku gætu auðveldlega náð fram íbúakosningu ef þröskuldurinn yrði lækkaður – það myndi auðvelda nimbyistum að verja nærumhverfi sitt, oft á kostnað almannahagsmuna.
    1. Sveinn Rúnar Hauksson: Kynnir tillögu um Palestínu og talar fyrir samþykkt hennar.
    1. Sesselja Traustadóttir: Um mikilvægi þess að styrkja fjárhag hreyfingarinnar. Ættum að skrifa stjórnum fyrirtækja sem styðja aðra stjórnmálaflokka og spyrja hvort það sé raunverulega ætlun þeirra að styðja aðeins eina rödd eða stefnu í lýðræðissamfélagi. Þurfum að taka betur á móti fólki í VG.
    1. Andrés Rúnar Ingason: Gerði athguasemdir við ályktanir. Mikilvægt að fólk geti kosið um einstök mál milli kosninga og tók undir mikilvægi þess að virða mannréttindi fanga.
    1. Cecil Haraldsson: Við þurfum að finna leið til að láta rödd okkar heyrast – að þjóðin finni fyrir stjórnarandstöðunni og að við séum sýnileg í störfum okkar.
    1. Þorvaldur Örn Árnason: Gerði athugasemdir við framkomnar ályktunartillögur. Vill helst vísa tillögu um þjóðkirkju frá, enda hennar mál þegar hún aflar sér óvinsælda. Tekur undir orð annarra um að við verðum að vera opnari og bjóða fólk velkomið til liðs við okkur. Þó fjölmiðlar séu eins og þeir eru, þá getum við notað okkar eigin – FB, sem býður upp á að við deilum efni með vinum okkar. Verum dugleg við það.
    1. Ragnar Stefánsson (2): Fór yfir athugasemdir við ályktanatillögur.
    1. Álfheiður Ingadóttir: Hefur efasemdir um ályktun um landspítalann, telur varasamt að tengja auðlegðarskatt og byggingu nýjan landspítala – auðlegðarskatturinn á að vera almennt í þágu samfélagsins en ekki eyrnamerktur einu afmörkuðu verkefni.
    1. Steinar Harðarson (2): Vill skerpa á ályktun um stjórnmálaástandið, hún fer helst til mildum orðum um aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Tekur svo sem undir áhyggjur Gísla af mannréttindum og íbúalýðræði og hvetur hann til að gera breytingartillögu við ályktunina.
    1. Benóný Harðarson: Telur hugðarefni ungs fólks snúast að miklu leyti um heilbrigðiskerfið og húsnæðismál. Verðum að standa með heilbrigðisstarfsfólki og þrýsta á um byggingu nýs spítala. Verðum að hafa húsnæðishóp á vegum hreyfingarinnar og tala fyrir lausnum.
    1. Auður Alfífa Ketilsdóttir: Segir tvær sögur af kapítalisma. 1. Iðnskólinn svarar: Góðan dag, í augnablikinu er starfsfólk okkar að sinna öðrum viðskiptavinum. Ekki nemum, nei, viðskiptavinum. 2. Hún vinnur í bókabúð og er með 225.000 krónur á mánuði.
    1. Lilja Rafney Magnúsdóttir: Við þurfum að hugsa betur hvernig við náum til fólks og virkjum það til góðra verka. Verðum að vera opin og fjölbreyttur hópur sem höfðar til fólks á öllum aldri um allt land. Og um ríkisstjórnina, þá hefur hún vegið að svo mörgum ólíkum stoðum samfélagsins – sem mun ekki allt koma í ljós strax.
    1. Einar Bergmundur: Telur brýnt að móta stefnu í upplýsingamálum hreyfingarinnar. Vill setja þak á kostnað vegna kosninga – það ættu engar auglýsingar að vera, heldur einn ríkisbæklingur og svo umfjöllun í fjölmiðlum.
    1. Ingimar Karl Helgason: Við megum vel skerpa á okkar málflutningi gagnvart þeim sem fara aðrar leiðir en við í pólitík – en innbyrðis ættum við að einbeita okkur að því sem við erum sammála um. Við eigum ekki að vera feimin eða í vörn yfir stjórnartíð okkar og því sem þá þurfti að gera eða var gert, enda tíminn allt annar nú en þá. Gerir athugasemdir við framkomnar ályktanatillögur.
    1. Ragnar Frank (2): Um opinber útgjöld og tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Það er talsverð óánægja með skiptinguna, enda hafa sveitarfélögin verið að taka að sér síaukin verkefni án þess að nægilegt fjármagn fylgi með. Það er engin ástæða til að draga úr þessu og þingmenn mættu endilega jafnvel ýta undir þá kergju sem er til staðar.
    1. Sóley Stefánsdóttir (2): Verum óhrædd við lýðræðið – það er meira vesen en samt betra. Tökum umræðuna við nimbyistana en látum þá ekki eyðileggja möguleikann fyrir fólki að hafa áhrif.
    1. Sesselja Traustadóttir (2): Það er hægt að breyta samgönguvenjum, það er ekki einfalt en við verðum að gera það og það er ekkert gamanmál.
    1. Edward Huijbensn(2): Brýndi okkur í að tala um aðalatriði og detta ekki ofaní umræður um aukaatriði sem drepa málum á dreif svo hugmyndafræðin þynnist út.
    1. Ríkarð Brynjólfsson: Gerði athugasemdir við ályktanatillögur, m.a. um innanríkisráðherra og fjölmiðla.
    1. Cecil Haraldsson (2): Um ályktun um þjóðkirkju. Það er ekki rétt sem þar kemur fram, fordómarnir komu fram í fjölmiðlum fyrir kristsdaginn – en ekki á samkomunni sjálfri.
    1. Drífa Snædal: Um íbúðarlánasjóð – bendir á að sveitarfélög reki sín eigin félagslegu húsnæðiskerfi, en húsnæði íbúarlánasjóðs sé þegar auglýst til sölu. Hefur einnig lagt fram breytingartillögu á ályktun um verkfallsréttinn. 
    1. Sigþrúður Jónsdóttir: Það er allt undir hjá ríkisstjórninni, náttúran, heilbrigðiskerfið, menntakerfið og aðrir innviðir. Gerði athugasemdir við framkomnar athugasemdir, sérstaklega einstök atriði í náttúruverndarathugun og um fullyrðingar í ályktun um þjóðkirkjuna.
    1. Andrés Rúnar Ingason: Var fangavörður á Litla hrauni en gat ekki haldið áfram, enda mjög slæmur aðbúnaður þar. Tekur annars undir gagnrýni á ályktun um þjóðkirkjuna, vill umræðu en ekki þöggun.
    1. Þorvaldur Örn Árnason(2): Ítrekar mikilvægi þess að sveitarfélögin fái húsnæðið til útleigu eins og kemur fram í ályktun um íbúðarlánasjóð. Leggur til að VG stofni sellur eða hópa þar sem við hittumst og gerum eitthvað saman.
    1. Bjarkey Gunnarsdóttir: Ánægð með þróunina í flokknum, jákvæður tónn í umræðunum og konur að tala í ríkari mæli en áður.
    1. Daníel Haukur Arnarson(2): Nefnir allt það sem honum dettur í hug og er jákvætt um okkur sem hreyfingu og það sem við höfum gert.
    1. Gísli Garðarsson (2): Er til í viðræður við nimbyista, en hefur áhyggjur af meirihlutaræði þar sem hægt er að neita hópum um mannréttindi eða sanngirni. Geðþótta meirihlutans verður að setja skorður og hann vill að það verði gert í umgjörð íbúakosninga.
    1. Katrín Jakobsdóttir: Miklar og áhugaverðar umræður sem hafa átt sér stað í kvöld. Íbúakosningar hafa kosti og galla – en eru bara ein leið af mörgum sem hægt er að fara til að efla lýðræði, þátttöku og virkni. Málefni fanga er eitthvað sem við eigum að taka til skoðunar. Innra starfið hefur verið talsvert rætt – og brýnt að við bregðumst við þeim athugsemdum sem hér hafa komið fram um að við tökum ekki nægilega vel á móti nýjum félögum. Erum að gera margt nú þegar, standa fyrir viðburðum sem ekki eru bara beinir fundir um afmörkuð málefni, heldur líka fjallgöngur og fjölskyldukaffi. Það er ekki bara fyrir nýtt fólk, heldur skiptir líka máli að við, gömlu félagarnir, séum dugleg að mæta.
  7. Afgreiðsla ályktana:
    1. Um stjórnmálaástandið.
      Tillaga ályktanahóps um breytta ályktun, þar sem ályktunartillaga um virðisaukaskatt hafði verið felld inn, samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu.
    1. Um breytingar á sveitarstjórnarlögum vegna íbúakosninga.

Samþykkt að vísa tillögunni og framkomnum breytingatillögum til undirbúningshóps um lýðræðismál fyrir landsfund með þorra atkvæða gegn þremur.

  • Um þjóðkirkju

Samþykkt með þorra atkvæða gegn átta að vísa tillögunni frá.

  • Um stofnun stjórnarskrárhóps Vinstri grænna

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

  • Um breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga

Tillaga ályktanahóps um breytta ályktun undir heitinu Ályktun um lágmarksviðmið fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

  • Um frelsi fjölmiðla

Tillaga ályktanahóps um breytta ályktun samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu.

  • Um mikilvægi samfélagslegs rekstrar

Tillaga ályktanahóps um breytta ályktun þar sem tillagan var sameinuð ályktun um almannaþjónustu í samfélagseigu var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu.

  • Um atvinnulífið

Breytt tillaga frá upphaflegum flutningsmanni samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

  1. Náttúran skal njóta vafans

Tillaga ályktanahóps um breytta ályktun samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

  • Látið verkfallsréttinn í friði!

Tillaga um breytta ályktun frá Drífu Snædal og upphaflegum flutningsmönnum undir nafninu Um verkfallsréttinn samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

  • Innanríkisráðherra segi af sér

Tillaga um breytta ályktun frá Finni Dellsén samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

  • Um íbúðarlánasjóð

Tillaga um breytta ályktun frá Elínu Oddnýju Sigurðardóttir samþykkt atkvæðum.

  • Um NATO

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

  • Stöndum á bakvið þingsályktunartillögu um auðlegðarskattinn

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu.

  • Um griðarsvæði hvala

Tillaga ályktanahóps um breytta ályktun samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

  • Um Palestínu

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

8) Afgreiðsla á tillögu stjórnar um málaefnahópa og undirbúning landsfundar 2015. Samþykkt með þorra atkvæða gegn sex að vísa framkomnum tillögum til meðferðar stjórnar hreyfingarinnar.


Fundi slitið kl. 12.13.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search