Search
Close this search box.

Flokksráðsfundur 27 janúar 2018.

Edward Huijbens stýrði fundi.

Elín Oddný Sigurðardóttir og Daníel Arnarson rituðu fundargerð.

Fundur settur klukkan 10.10.

  1. Edward Huijbens formaður flokksráðs ávarpar og setur fundinn.

Edward fer yfir stöðuna í stjórnmálunum 2 mánuðum erftir að ný ríkisstjórn var mynduð. Farið var yfir sviðið erlendis sem hérlendis, stöðu VG og sveitarstjórnarkosningarnar framundan.

  • Kynning á framkomnum ályktunum.

Edward kynnti framkomnar ályktanir og tillögur.

  • Katrín Jakobsdóttir, formaður VG ávarpar fundinn.

Katrín fer yfir stöðuna í stjórnmálunum. Rannsóknir sýna að börn af erlendum uppruna upplifa einangrun í íslensku skólakerfi. Katrín ræddi einnig metoo og sérstaklega stöðu kvenna af erlendum uppruna. Sögurnar eru sláandi. Einnig það ofbeldismál sem kom upp gegn ungum hælisleitenda á Litla Hrauni. Við þurfum að líta í eigin barm gagnvart því hvernig við tökum á móti þeim sem hingað flytja. Við þurfum sem hreyfing að setja þessi mál á oddinn, bæði í ríkisstjórn og í komandi sveitarstjórnarkosningum. Því næst fór Katrín yfir stöðuna í stjórnarsamvinnunni. Aukning fjármuna í mikilvæg samfélagsleg verkefni ber hæst. Einnig umhverfis- og loftlagsmál. Jafnrétti kynjanna er einnig ofarlega á baugi ekki síst réttarbætur fyrir málsmeðferð kynferðisbrota. Vinna þarf heildstætt í þeim málum.

  • Svandís Svavarsdóttir, Heilbrigðisráðherra fer yfir stöðuna í heilbrigðismálum hér á landi.

Greiðsluþátttaka sjúklinga er há hér á landi miðað við annarsstaðar. Allur vöxtur í heilbrigðismálum hefur verið í hið einkarekna kerfi á síðustu misserum. Jöfnuður og jafn aðgengi óháð efnahag og búsetu er lykilatriði. Skilgreina þarf grunnþjónustu í heilbrigðiskerfinu. Verkefnin eru fjölmörg, kynheilbrigði, skaðaminnkun, forvarnir og endurhæfing er gríðarlega mikilvæg. Geðheilbrigðismálin eru ofarlega á baugi. Starfskjör og aðstæður heilbrigðisstarfsfólks eru í brennidepli. Ísland kemur vel út í alþjóðlegum samanburði en mikilægt er að tryggja jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu.

  • Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Umhverfisráðherra fer yfir stöðuna í umhverfismálum hér á landi.

Umhverfismál snúast um komandi kynslóðir og framtíðina. Umhverfismálin snúast fyrst og fremst um frið. Loftlagsmálin, náttúruverndarmálin og efling grasrótarinnar. Aðgerðaráætlun í loftlagsmálum er í vinnslu. Kolefnishutleysi árið 2040 er gríðarlega metnaðarfullt verkefni. Loftlagsráð verður sett á laggirnar. Náttúruvend og friðlýsingar er stjórntæki til að halda betur utan um ferðaþjónustuna og búa henni jákvæða ímynd. Nýta sér rannsóknir og þekkingu til að tala fyrir miðhálendisþjóðgarði. Það felast efnahagsleg tækifæri í náttúruvernd, ekki síst fyrir landsbyggðina.

  • Katrín Jakobsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherrar VG sitja fyrir svörum í pallborði.

Edward Huijbens stýrir umræðum í fyrirspurnum til ráðherra.

Líf Magneudóttir ræðir um plastið. Reykavíkurborg er með vinnu í gangi um að draga úr notkun úr einnota plasti. Þetta mál á VG að setja á oddinn í komandi sveitarstjórnarkosningar. Sorpflokkun og endurvinnsla er mikilvægt mál.

Álfheiður Ingadóttir ræðir heilbrigðismálin og sveitarfélögin. Samþætt félagsþjónustu og heilsugæsla var áhugaverð tilraun t.d á Akureyri og á Höfn. Almenn ánægja var með fyrirkomulagið meðal íbúa. Ekki var gerð úttekt á þessu, nú er lag að kanna þessa kosti frekar. Einnig telur Álfheiður mikilvægt að opnað verði fyrir ókeypis aðgang að orðabókum og leiðbeiningarvefjum á netinu. Máltækni er mikilvægt mál.

Ingvar varabæjarfulltrúi í Garðabæ vill fá að vita hvar verkefnið um hreyfiseðla stendur nú. Einnig eru forvarnir mikilvægar. Þarf ekki að auka hreyfingu í framhaldsskólum. Verður haft samráð við alla hagsmunahópa vegna miðhálendisþjóðgarðs.

Friðrik Dagur spyr um endurhæfingarmálum og fyrirbyggjandi starfi. Málefni NFFLÍ – hvernig er staðan þar? SÁÁ og lokun á Akureyri – er eitthvað hægt að gera í því. Endurskipulag stjórnkerfis umhverfismála, stendur það til? Sameiginlegur starfsmaður umhverfis-og menntamálaráðuneytis til að sinna stuðningi við umhverfisfræðslu víða um land. Landverðir í Reykjavík, er það ekki orðið tímabært?

Þóra Magnea Magnúsdóttir útgáfa lyfja er mikil hér á landi. Hvers vegna er það? Setja lyfjamál í samhengi við aðgang að endurhæfingu. Löng bið eftir endurhæfingu, endurhæfing á Reykjalundi stendur einungis til boða á 5 ára fresti. Gjaldtaka á NFFLÍ er mikil og ekki á allra færi og til stendur að loka bakskólanum á Stykkishólmi. SÁÁ er einkarekið sjúkrahús, höldum því til haga. Ætlar ríkið að sýna fordæmi í því að bjóða upp á hlutastörf í einhverju mæli.

Viðbrögð 1.

Guðmudnur Ingi – segir að vistvæn innkaup er hluti af vinnunni í loftlagsmálum. Samráð um miðhálendisþjóðgarð hefur verið ítarlegt og verður áfram. Endurskipulagning stjórnskipunar umhverfismála er í skoðun, verður sennilega gert í skrefum. Auðvitað eiga að vera landverðir í Reykjavík, Umhverfisstofnun hefur lýst yfir áhuga á því.

Svandís – bara landspítalinn kaupir vörur og þjónustu fyrir 10 miljarða á ári. Vistvæn innkaup hafa virkilega áhrif. Samvinna heilsugæslu og félagsþjónustu þarf að skoða frekar. Mikil sóknarfæri í að stilla saman þjónustuna milli ríkis og sveitarfélaga t.d í þjónustu við aldraða. Yfirflutningur málefna fatlaðs fólks er ekki almennilega lokið, ekki sátt um fjármögnun ofl. Endurmeta þarf samninga við sveitarfélögin á þeim grunni. Þurfum að nýta hreyfiseðlana meira. Sálfræðingar í framhaldsskólanna eru á döfinni og svo heilsueflandi framhaldsskóli. Endurhæfingarmálin eru ekki í nógu góðum farvegi. Þarf að fara heildstætt yfir endurhæfingarmálin hér á landi og setja mælikvarða og viðmið.

Katrín – Máltæknina þarf að vinna áfram. Aðgengi að orðasöfnum er stórt mál. Þessi vinna er afrakstur okkar stefnu. Hið opinbera þarf að skoða hvernig hægt er að auka framboð hlutastarfa. Skoða þarf málið í samhengi og í samvinnu við verkalýðshreyfinguna.

Berglind Häsler frá Djúpavogshreppi – Stóra kosningamálið þar verður fiskeldi. Allt regluverk virðist vera í ólstri. Stendur til að endurskoða það? Hver er framtíðarsýning út frá umhverfismálum. Margir hafa hagsmuna að gæta vegna nýtingu fjarða, hvernig á að gæta jafnræðis í þeim málum.

Sæmundur Helgason – bæjarfulltrúi á Höfn í Hornarfirði. Samvinna heilsugæslu og félagsþjónustu er ennþá í gangi á Hornafirði. Góð reynsla að verkefninu þar. Búið að framlengja til 2019 og verðum að halda þessu áfram. Máltækni verkefnið er gríðarlega mikilvægt. Skipulags og byggingarmál margt sem þarf að taka á í þeim málaflokki t.d varðandi byggingareglugerðir. Uppbygging innan þjóðgarðsins innan Vatnajökuls – hvað stendur til þar?

Sóley Björk Stefánsdóttir – bæjarfulltrúi á Akureyri. Samvinna ríkis og sveitarfélaga í aðdraganda kosninga. Kallar eftir hugmyndum frá ráðeherrum um mál sem hægt er að vinna sameiginlega að fyrir kosningar. Hugum að umhverfismálum í kosningabaráttunni framundan, ekki einnota plastdrasl. Ekki er lengur forvarnarfulltrúi á Akureyri og neysla hefur aukist. Gera þarf kröfur um í samningum við þriðja aðila að þeir sinni landsbyggðinni. Lagning háspennulína og frárennslismál sveitarfélaga eru stór mál. Almenningssamgöngur á landsbyggðinni, gríðarlega mikilvægt mál.

Ólafur frá Akureyri – til hamingju með að kveða niður drekasvæðisdrauginn Guðmundur Ingi. Passa þarf upp á ferðafrelsi hins almenna borgara. Úrgangsmálin eru þannig að við getum lært hvað af öðru. Betri upplýsingar um verð í opinbera kerfinu v.s einkarekna kerfinu. Gott að hafa samanburð í umræðum um fjárveitingar til heilbrigðiskerfinu.

Una Hildardóttir – Almenningssamgöngur í víðara samhengi. Samræmd næringarviðmið í skólamáltíðum og horfa á umhverfisvernd. Geðlæknaþjónusta á heilsugæslunni, stendur það til.

Gísli úr Kópavogi – Ráðherraábyrgðir – ábyrgð ráðherra er í fleirtölu. Bæði pólitísk og embættismannaleg. Ábending til Katrínar vegna stjórnarskrármálið. Við sem hreyfing þurfum að ræða þau mál frekar.

Steinunn Þóra Árnadóttir – Staða fatlaðra kvenna í metoo. Fatlaðar konur verða fyrir margþættu ofbeldi. Framkoma innan heilbrigðis og félagslega kerfisins. Steinunn Þóra beinir því til Katrínar og Svandísar hvort þessi hópur sé ekki hluti af þeirri vinnu sem er í gangi vegna metoo.

Svavar Gestsson – hvernig á að auka tekjur ríkissjóðs? Virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna og vegtollar, afhverju ekki? Auka þarf tekjur verulega til að árangur ríkisstjórnarinnar náist. Húsnæðismálin eiga að vera mál VG. Húsnæðismálin snerta kjör fólks í núinu. Efling sveitarstjórnarstigsins mikilvægt. Vindrafstöðvar, mikil ásókn í slíkt. Ekki vantar rokið. Er til eh rammi utan um þessi mál.

Líf Magneudóttir – það þarf að styrkja tekjustofna sveitarfélaga. Það hefur ekki verið gert, verkefni eru flutt yfir en ekki fjármögnuð að fullu. Sveitarfélög skulu setja sér málstefnu, Reykjavíkurborg hefur fyrst sveitarfélaga gert það. Nú er lag fyrir aðra að fylgja því eftir

Halla Gunnarsdóttir – endurskoðun aðgerðaráætlunnar í kynferðisafbrotamálum og innleiðingu Istanbúlsáttmálans er risavaxið verkefni. Kynbundið ofbeldi er ein stærsta ógn við líf og öryggi kvenna í heiminum. Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki í þessum málum, ekki síst vegna fræðslu og forvarnarverkefna. Metoo byltingin er fordæmalaus, þessarri bylgju þarf að fylgja eftir.

Sesselja Traustadóttir – Svansvottun kostar peninga, afhverju er það þannig? Má ekki rukka sóðana frekar? Almenningssamgöngur eru stórt mál. Afnema gjöld á gjöld á rafmagnshjól. Hálkuvarnir á stígum og bílastæðum. Hvað kosta hálkuslysin okkar? Hjúkrunarheimilin hvernig er staðan á þeim?

Helgi Hlynur frá Borgarfirði Eystra – Flug sem almenningssamgöngur? Er verið að skoða skosku leiðina? Gjaldtaka í skólakerfinu – okkar stefna á að vera gjaldfrjáls skóli og gjaldfrjálsar skólamáltíðir.

Sif frá Norðurþingi – Almenningssamgöngur í dreifbýli og Ljósleiðaravæðing. Verðum að fylgja þessu eftir.

Helga frá suðurnesjum – staða sjúklinga sem þurfa að sækja heilbriðgisþjónustu til höfuðborgarinnar. Staða fæðandi kvenna á landsbyggðinni. Hvað á að gera við Helguvík?

Guy frá Reykjavík – Orkuskipti í samgöngum. Verið að byggja upp vetnisstöðvar í Reykjavík og víða um land. Staðan á metani í orkuskiptunum?

Hermann Valsson – Reykjavík. Það ber að fagna auknum fjármunum í menntamál. Mikilvægt að hefja samvinnu við ríkið um þessi mál. Hefur átt sér stað eh umræða innan ríkisstjórnar um kennaraskort. Ákall um stórátak í kennaramenntun hér á landi.

Kristín Sigfúsdóttir frá Akureyri – Mikilvægt að auka samstarf milli ríkis og sveitarfélaga á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu. Akureyrarmódelið vakti mikla lukku. Snýst um samvinnu og það að tryggja fjármagn. Staða umhverfismenntunar og fræðslu hér á landi, þurfum að efla hana. Gjaldfrjálsar máltíðir í leik-og grunnskólum. Þurfum að huga að lýðheilsu til framtíðar. Hvað með sykurskattinn?

Anna Guðrún Þórhallsdóttir – erfitt að halda úti náttúrufræðimenntuðum kennurum, áhyggjuefni. Aðgerðarhópur í loftlagsmálum. Ekki er hægt að hafa aðgerðirnar einhliða. Þarf að huga að fleiri málum.

Þorvaldur Örn frá Vogum á vatnsleysuströnd – Í rúman áratug hefur verið gjaldfrjáls skólamatur í sveitarfélaginu. Hann býður fram ráð um hvernig er hægt að gera þetta. Börn byrja í leikskólum eins árs gömul. Okkur sárvantar Akureyrarmódelið á suðurnesjum. Almenningssamgöngur eru í ólestri á suðuresjum. Þjóðgarðar sveitarfélaganna heita fólkvangar. Reykjanesfólkvangur er í ólestri.

Dagný Steinsdóttir frá Reykjanesbæ – United Silicon er búið að loka. Hvað með starfsleyfi Thorsil.

Hlé gert á fundi vegna hádegisverðar kl. 12.15

Fundi haldið áfram kl. 12.55

Viðbrögð 2.

Guðmundur Ingi – von er á breytingum á lögum um Fiskeldi. Verið er að vinna að heildarlögum um skipulag haf og stranda. Varðandi skipulags-og byggingarmál þá er í farvegi breytingar á lögum um mannvirki til að einfalda stjórnsýsluna og lækkun kostnaðar. Legur háspennulína er stórt mál. Sérstaklega þarf að huga að styrkingu raforkudreifikerfisins á vestfjörðum og NA landi. Vinna við vatnaáætlun heldur áfram. Þarf að leggja fram heilstæða áætlun um fráveitumálin. Almenningssamgöngur á landsbyggðinni, þær þarf að efla og standa vörð um. VG þarf að stíga fram varðandi ólíumálin. Skoða þarf almannréttinn í samhengi við ferðaþjónustuna. Náttúran þarf að vera í fyrsta sæti. Mikilvægt að móta heilstæða stefnu í vindorkumálum. Allt yfir 10 mw heyrir undir rammaáætlun. Hægt er að beyta landskipulagsstefnu í þessum málum. Mikilvægt að standa saman um miðhálendisþjóðgarð, nefna efnahagsleg áhrif í því samhengi. Helguvík, ráðherra er meðvitaður um það mál. Afhverju ekki eldfjallaþjóðgarður á suðurnesjum? Mikilvægi vist-og umhverfisfræði í skólum, þurfum að vinna það áfram. Horfa heildstætt á verkefni sem snúa að kolefnishlutleysi. Stórt verkefni. Ráðherra hyggst ræða málefni United Silicor og Thorsil við félaga á Reykjanesi. Lítum á jákvæð dæmi um náttúruvern á sveitarstjórnarstigi t.d á Djúpavogi. Ræðum líka neysluna, umhverfsivæn innkaup, plast og matarsóun þetta eru stórmál.

Svandís – Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu er stórmál. Mikilvægt er að bera saman kostnað í opinberu v.s einkareknu kerfi. Heilbrigðisráðuneytið er veikt hvað varðar að setja fram hagtölur. Þetta er veikleiki. Auka vægi hagdeildar í heilbrigðismálum. Talnasíða LSH er góð en mikið vantar uppá. Hálkuslys hvað kosta þau? Þetta er tölfræði sem vantar. Mikið álag á LSH vegna slysa. Rekstur hjúkrunarheimila eru stór mál. Ljósleiðaravæðing og fjarheilbrigðisþjónusta. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru risastórt lýðheilsumál. Engin rannsókn á mataræði íslendinga verið gerð síðan 2006. Lýðhelsuvísar mikilvægir í þessu samhengi. Sykurskattur þarf að vera áfram á dagskrá, von er á gögnum frá landlækni vegna þessa. Heilbrigðismál á suðurnesjum er áhyggjumál. Við þurfum að fylgjast með málefnum sem eru á forræði annarra ráðherra. Félagarnir þurfa að standa vaktina. Full nauðsyn á málefnalegu aðhaldi.

Katrín – þurfum að ræða fleiri málaflokka. Katrín leggur til að okkar þingmenn sitji fyrir svörum í framtíðinni til að dekka fleiri mál. Máltæknin er mikilvægt mál, að þessu verður unnið áfram. Við þurfum að passa upp á þetta með plastið. Skv. lögum um kolefnisvinnslu þarf að gefa frest. Ef þeir aðilar sem nú eru með leyfi skili leyfinu gefst tækifæri til að endurskoða lög og hverfa frá núverandi áformum. Okkur ber að taka dómum sem falla alvarlega. Stjórnarskrármálið þarf að vinna áfram og skapa þverpólitíska sátt eins og hægt er. Við þurfum breytingar. Mikilvægt að ávarpa ofbeldi gegn fötluðum konum í þeim réttarbótum í kynferðisafbrotamálum sem nú stendur til að fara í. Varðandi vsk. á ferðaþjónustuna verðum við að standa vörð um lítil fyrirtæki ferðaþjónustu. Verið er að vinna tillögur um komu og brottfarargjöld. Katrín talar fyrir fleiri virðisaukaskattþrepum. Við þurfum að ræða veggjaldamál betur í okkar hreyfingu. Við þurfum að halda áfram að ræða skattamál til að gera það réttlátara. Styrkja þarf kennaranámið, Katrín talar fyrir launuðu vettvangsnámi til að fjölga kennurum. Hvers vegna sækja svona fáir í þetta nám? Þarf að fara í markaðsherferð? Það hefur skilað góðri niðurstöðu t.d í Bretlandi. Til stendur að gistináttagjaldið farri til sveitarfélaganna. Það eru risastór mál framundan í sveitarstjórnum, rafvæðing hafna, málefni flugvalla og fráveitumál.

  • Sveitarstjórnarkosningar 2018, um hvað eiga þær að snúast?

Hópavinna um sameiginleg málefni sveitarstjórnarkosninganna framundan. Unnið verður í eftirfarandi hópum.

  1. Umhverfis- og samgönguhópur – Hópstjórar: Andrés Skúlason og Líf Magneudóttir
  2. Húsnæðis og skipulagsmál Hópstjórar:  Dagný Alda Steinsdóttir og Röðull Reyr Kárason
  3. Mennta og menningarmál – Hópstjórar: Sóley Björk og Hermann Valsson
  4. Velferðar og heilbrigðismál Hópstjórar: Hildur Magúsdóttir og Sæmundur Helgason
  5. Efling sveitarstjórnarstigsins Hópstjórar: Berglind Häsler og Una Hildardóttir
  6. Atvinna og nýsköpun Hópstjórar: Sif Jóhannesdóttir og Bjarki Bjarnason.
  7. Kynning á niðurstöðum hópastarfs.

Hópstjórar kynna niðurstöður hópastarfs. Hópstjórar eru beðnir um að koma punktum á rafrænu formi til ritara hreyfingarinnar.

  1. Berglind Häsler og Una Hildardóttir kynna niðurstöður hóps um eflingu sveitarstjórnarstigsins.

Umræðan í hópnum snérist um málefni sveitarfélagnna almennt. Mikivægt er að styrkja tekjustofna sveitarfélagana. Sveitarfélög verða að geta komið að Airbnb. Leyfisveitingar og eftirlit ætti að vera á forræði sveitarfélganna. Ræða sameiningu sveitarfélaga. Efla samvinnu landshlutasamtaka og sveitarfélaga. Hugmynd um að leggja vissar tillögur fram af öllum sveitarstjórnarfulltrúum VG á svipuðum tíma. Hægt að nýta sameiginlega umræðusvæði VG til að vinna tillögur til að flytja í sveitarstjórnum. Þurfum að vinna með þróunarmarkmið sameinuðu þjóðanna. Stofna vinnuhóp sveitarstjórnarmanna og fulltrúa þingflokks til að finna sameiginlegar áherslur fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar.

  • Dagný Alda Steinsdóttir og Röðull Reyr Kárason kynna niðurstöður Húsnæðis og skipulagshóps.

Náttúru og menningarminjar og friðlýsingar þurfum að huga að þeim. Styrkja grasrótarsamtök á sviði náttúruverndar. Auka aðkomu íbúa að skipulagsmálum. Skoða fyrirkomulag þar sem sveitarstjórnir gætu friðað minjar á sínu svæði. Airbnb er vandamál sem þarf að taka á. Löggjöf um heimagistingu tekur ákveðið vald frá sveitarfélögum. Heildarendurskoðun á sviði húsnæðismála er nauðsynleg, efla félagslegar lausnir á þessu sviði. Tryggja andmælarétt og upplýsingar til íbúa vegna skipulagsmála. Auka þarf upplýsingaflæði til íbúa.

  • Sóley Björk Stefánsdóttir og Hermann Valsson kynna niðurstöður Mennta- og menningarmálahóps.

Hópurinn ræddi helst menntamál. Vinna er í gangi á greiningum vegna skólamála í ýmsum sveitarfélögum, þá vinnu má nýta. Efla starfsnám. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Rætt um frístundastyrki, þarf að endurskoða það fyrirkomulag? Ræða þarf framtíð skólastafs í samhengi við endurskoðun kennaranámsins og samtal við samfélagið.

  • Sæmundur Helgason og Alfa Dröfn Jóhannesdóttir kynna niðurstöður Velferðar og heilbrigðishóps.

Lýðheilsa og forvarnir. Ungt folk í vanda og svo húsnæðismál. Geðheilsumál barna. Samþætting heilbrigðis og félagslega kerfisins. Halda betur utan um börn í vanda. Hjúkrunarheimilin þurfum að skoða þau. Vantar löggöf um Barnaverndarstofu. Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð. Sveitarstjórnarstigið þarf að taka Metoo áfram í sinni heimabyggð. Félagsþjónusta sveitarfélaganna og fatlað fólk. Efla þarf þekkingu sveitarstjórnarmanna um málefni fatlaðs fólks. Móttaka fólks af erlendum uppruna. Bjóða fólk velkomið í sveitarfélögin. Þurfum að innleiða NPA, þarf að vera jafnt yfir allt landið. Við eigum að tala fyrir skaðaminnkandi nálgun í meðferð fíkla. Mikið álag á stafsfólki í málaflokknum.

  • Sif Jóhannsesdóttir og Bjarki Bjarnason kynna niðurstöður Atvinnu og nýsköpunarhóps.

Hvað er sveitarfélaganna í atvinnumálum? Skipulagið er stór þáttur sem og dagvistunarmál. Þurfum að brúa bilið. Matvælaframleiðsla og landbúnaður er mikilvæg atvinnugrein. Þurfum að stuðla að fjölbreytni. Sveitarfélög þurfa að vinna samvæmt aðgerðaráætlun gegn kynferðilslegri áreitni og ofbeldi. Vinna þarf móttökuáætlun sveitarfélga um móttöku fólks af erlendum uppruna. Sveitarfélög þurf að styðja við nýsköpun í atvinnulífinu. Huga að fjölbreyttum hagsmunum á þessu sviði.

  • Andrés Skúlason og Líf Magneudóttir kynna niðurstöður Umhverfis- og samgönguhóps.

Umhverfismál, loftlagsmál, náttúruverndarmál og samgöngumál. Lögð meiri áhersla á loftlagsmál með gerð samgönguáætlunnar og áherslu á hjólreiðar í þéttbýli. Rafvæðing hafna er mikilvægt umhverfismál. Vinna þarf að kolefnishlutleysi með fjölbreyttum aðgerðum. Sveitarfélög þurfa að setja sér tölusett markmið og setji sér loftlagsáætlun. Endurskoða þarf viðmið vegna stærðar á sk. smávirkjunum. Hvatt til rafbílavæðingar með því að koma upp hlöðum og styrkja almenningsamgöngur. Miðhálendisþjóðgarður er á dagskrá því ber að fagna. Efla þarf vist og umhverfisfræði í skólum. Rætt um raflínumálin, þurfum að leiða þau til lykta. Rætt um úrgangsmál, fráveitu og plastmálin. Þurfum stórátak í þeim málum. Ræða þarf um almenningssamgöngur og friðlýst svæði. Ásamt vatnsvernd ofl.

  • Afgreiðsla ályktana og tillagna

Ályktanir

Nr. 1 – Ályktun frá Cecil Haraldssyni um stuðning við sjálfstæðishreyfingar.

Ályktunin var  samþykkt.

Nr. 2  – Ályktun frá Steinari Harðarsyni – Aukið íbúalýðræði.

Líf Magneudóttir leggur til þá málsmeðferðartillögu að tillagan verði vísað til frekari vinnslu sveitarstjórnarráðs. Málsmeðferðartillagan er samþykkt samhljóða.

Nr. 3. – Ályktun frá Steinari Harðarsyni um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Líf Magneudóttir leggur til þá málsmeðferðartillögu að tillagan verði vísað til frekari vinnslu sveitarstjórnarráðs. Málsmeðferðartillagan er samþykkt samhljóða.

Nr. 4 – Tillaga um nýja aðgerðaráætlun gegn einelti og kynbundnu ofbeldi.

Umræður um tillöguna.

Tillagan lögð fram til atkvæðagreiðslu svo breytt í kjölfar umræðna og athugasemda. Tillagan samþykkt svo breytt.

Nr. 5 – Tillaga um skipan starfshóps um mótun stefnu gegn spillingu.

Edward Huijbens samþykkir að vísa tillögunni til stjórnar til frekari úrvinnslu. Tillagan samþykkt samhjóða.

  1. Edward Huijbens – lokaorð og fundarslit.

Fundi slitið kl. 15.55.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search