PO
EN

Kosningaáherslur – auðlesnar

Það skiptir máli hver stjórnar


Með VG í forystu ríkis-stjórnar höfum við hagsmuni sam-félagsins að leiðarljósi til að tryggja öllum velsæld og tækifæri með félags-legum áherslum.

Stjórnmál snúast um að jafna stöðu fólks. Þannig sköpum við samstöðu og velsæld fyrir okkur öll.

Aukum vel-sæld, lífs-gæði og hamingju

Velferð

Brúum bilið milli þeirra verst settu og þeirra best settu og aukum þannig sátt, samstöðu og vel-sæld til framtíðar.

  • Aukum getu opinbera heilbrigðis-kerfisins
  • Bætum geð-heilbrigðis-þjónustu um land allt
  • Bregðumst við auknum kvíða með bættum úrræðum
  • Vinnum markvisst gegn fátækt barna
  • Auðveldum sveigjanleg starfslok
  • Lækkum kostnað sjúklinga
  • Bætum kjör öryrkja
  • Þjónusta á forsen-dum eldra fólks


Efna-hagur

Tryggjum áfram lága vexti og sterka velferð.

  • Skattkerfið á að jafna kjör fólks.

  • Skattkerfið á að hjálpa mark-miðum í loftslags-málum.
  • Við viljum skapa umhverfis-væn störf og koma í veg fyrir  atvinnu-leysi.
  •  Við viljum jafnvægi milli vinnu og frí-tíma.
  • Tryggjum auðlindaákvæði í stjórnarskrá
  • Við viljum styrkja rannsóknir, nýsköpun og skapandi greinar.
  • Við viljum að fleiri listamenn fái starfs-laun.
  •  
  • Klárum að byggja Lista-háskóla í Toll-húsinu
  •  
  • Klárum að byggja nýjan Landspítala
  •  
  • Byggjum hjúkrunar-heimili
  •  
  • Minnkum mengun með fjöl-breyttum sam-göngum.

Efnahags-stefna okkar tryggir vel-sæld almennings

Menntun

Tryggjum jöfn tækifæri

Tryggjum fullt jafnrétti til náms

  • Bætum aðgengi að iðn- og verknámi
  • Tryggjum aðgengi að menningu og listum
  • Eflum félagsstarf í framhaldsskólum
  • Styrkjum rannsóknir og nýsköpun
  • Tryggjum fjármögnun háskólanna
  • Fjölgum hluta-störfum fyrir fólk með skerta starfs-getu

Við tryggjum jöfn tækifæri

Umhverfi

Ísland á að vera í farar-broddi um minni mengun

Heilnæmt umhverfi er hluti af góðu samfélagi, við stöndum vörð um ósnortna náttúru.

  • Að minnsta kosti 60% samdráttur í losun
  • Byggjum loftslags-aðgerðir á jöfnuði
  • Tryggjum réttlát umskipti í grænt hagkerfi
  • Endur-skoðum regluverk um vindorku
  • Stofnum þjóðgarð á mið-hálendinu
  • Við viljum Borgarlínu og fjöl-breytta samgöngu-máta.

Jafnrétti

Jafnrétti og mannréttindi eru undirstaða heilbrigðs samfélags

  • Útrýmum kyn-bundnu ofbeldi
  • Tryggjum betur réttar-stöðu þolenda  með því að breyta lögum og hvernig þeim er framfylgt.
  • Útrýmum launa-mun kynjanna
  • Tryggjum réttindi fatlaðs fólks
  • Stígum fleiri skref í hinsegin stjórn-málum
  • Stofnum sjálf-stæða mann-réttinda-stofnun

Stefnumál

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search