Stefna VG

Ungt fólk að borðinu

Vinstrihreyfingin – grænt framboð veit að mikilvægt er að raddir allra hópa samfélagsins eigi sæti við borðið þegar mikilvægar ákvarðanir eru teknar. Því vill hreyfingin að ungu fólki, kynslóðunum sem erfa munu samfélagið, sé ávallt veitt aðkoma að umræðum og ákvarðanatöku innan hreyfingarinnar. VG treystir ungu fólki.