PO
EN

Greinar

Með­sek um þjóðar­morð vegna að­gerða­leysis?

Hamasliðar réðust inn í Ísrael 7. október 2023, svívirtu þar og drápu saklausa borgara og numu fjölda á brott. Þennan óafsakanlega glæp má rekja til ofbeldis Ísraels gegn Palestínumönnum allt síðan Ísraelum var, eftir síðari heimsstyrjöld, afhent land sem rænt var frá Palestínumönnum. JÁ, það var landrán og því breytir ekki sú fráleita túlkun á […]

Með­sek um þjóðar­morð vegna að­gerða­leysis? Read More »

Orðasalat án aðgerða

Nýlega kynnti mennta- og barnamálaráðherra aðra aðgerðaáætlunin Menntastefnu til 2030 sem gilda á fyrir árin 2025–2027, með fögrum fyrirheitum um samvinnu, lýðræði, sjálfbærni og vellíðan. En þegar grannt er skoðað reynist lítið um raunverulegar aðgerðir, skýra mælikvarða, tímalínu eða úrræði. Enn á ný höfum við í höndum þéttskrifað skjal fullt af hástemmdum yfirlýsingum án raunverulegs

Orðasalat án aðgerða Read More »

Þið eruð ekki í lagi

Á að „útbía“ landið meira og minna með forljótum risastórum vindmyllum? Þegar umræða hófst fyrir nokkrum árum um að vindmyllur væru hugsanlegur virkjunarkostur á Íslandi gaf ég mér að svo smekklaus værum við ekki að menga með þeim náttúru landsins. Ég hef séð vindmyllur alloft erlendis og veit að umhverfið batnar ekki með tilkomu þeirra.

Þið eruð ekki í lagi Read More »

Vertu Drusla!

Stjórn Kvennaárs, konur og kvár, gáfu stjórnvöldum eitt ár, eða til 24. október 2025, til að breyta lögum og innleiða nauðsynlegar aðgerðir til að taka stórt skref í átt þess að tryggja fullt og endanlegt jafnrétti kynjanna. Þessi kröfugerð var mótuð af kröftugum hópi samtaka og baráttuhreyfinga, sem vilja stöðva ofbeldi gegn konum, vinna gegn

Vertu Drusla! Read More »

Á­kall um nægju­semi í heimi neyslubrjálæðis

Á sama tíma og verslanir fyllast af tískufötum á útsöluverði, verður umræða um neysluhyggju, umhverfisáhrif og siðferðilega ábyrgð sífellt háværari. Fatahönnun og fataframleiðsla eru orðin táknmynd samfélags þar sem stöðug eftirspurn eftir hinu nýjasta hefur grafið undan gæðum, virðingu fyrir vinnuafli og sjálfbærni jarðarinnar. Á Íslandi, þar sem neyslumynstur fer stöðugt í átt að ofneyslu,

Á­kall um nægju­semi í heimi neyslubrjálæðis Read More »

Berskjölduð er svarið

Það er skrítið að vakna einn daginn og vera ekki lengur í pontu, ekki með ræður tilbúnar, ekki með yfirferð fyrir ríkisstjórnarfund, ekki með þétta dagskrá og kröfuna um viðbragð. Bara með sjálfa sig. Og kaffibolla. Og kannski köttinn. Og ekkert sem þarf að ná í fréttir fyrir hádegi. Hreyfingin að sjálfsögðu, þar þarf miklu

Berskjölduð er svarið Read More »

Tækifæri eða töpuð barátta? 

Í nýrri skýrslu OECD um stöðu íslensks efnahagsmála kemur ýmislegt í ljós varðandi menntun sem kennarar, skólasamfélagið og stjórnvöld þurfa að taka alvarlega. Það er engin launung að PISA niðurstöður Íslendinga hafa dalað síðustu ár. Það kallar á markvissar aðgerðir og samfélagslegt átak í átt að breyttu menntakerfi sem er í takt við nútíma samfélag.

Tækifæri eða töpuð barátta?  Read More »

Verðugur banda­maður?

Í maímánuði 1951 gerði ríkisstjórn Íslands varnarsamning við Bandaríki norður Ameríku. Samningurinn er gerður á grundvelli aðildar Íslands að NATO sem samþykkt var á Alþingi 30. mars 1949. Samningurinn var mjög umdeildur og vegna staðfestingar hans í þinginu brutust út einar verstu óeirðir Íslandssögunnar, slagurinn á Austurvelli 30. mars. Í herverndarsamningnum frá 1951 er m.a.

Verðugur banda­maður? Read More »

Virði barna og ung­menna

Þegar fjallað er um niðurstöður PISA 2022 eru neikvæðir þættir gjarna dregnir fram en minna fjallað um jákvæða þætti sem þar má sannarlega einnig finna. Í skýrslunni segir að meirihluti íslenskra 15 ára nemenda upplifi almennt góða líðan í skólanum. Um 80% nemenda telja sig tilheyra skólasamfélaginu og 78% þeirra upplifa að kennarar sýni þeim

Virði barna og ung­menna Read More »

Heil­brigðis­kerfið þarf stjórn­völd með bein í nefinu

Heilbrigðiskerfið okkar stendur á tímamótum. Á síðustu árum hafa sérhagsmunir, ekki síst sjálfstætt starfandi lækna, náð sífellt meiri áhrifum í gegnum samninga við Sjúkratryggingar Íslands. Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar, sem birt var 24. júní 2025, dregur fram í dagsljósið áhyggjuefni sem margir hafa þagað um – en sem við sem höfum staðið í pólitískum verkum höfum

Heil­brigðis­kerfið þarf stjórn­völd með bein í nefinu Read More »

Yfirlýsing Vinstri grænna vegna sprengjuárása Bandaríkjanna á Íran

Vinstrihreyfingin – grænt framboð fordæmir loftárásir Bandaríkjanna á Íran í nótt. Árásirnar eru atlaga að alþjóðalögum og brot á þjóðarétti, þ.m.t. Sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Alþjóðlegur samtakamáttur og virðing fyrir mannréttindum þurfa að ráða för við lausn á átökum, ekki valdbeiting og ólögmætar hernaðaraðgerðir. VG lýsir miklum áhyggjum yfir aukinni spennu í Mið-Austurlöndum og telur að

Yfirlýsing Vinstri grænna vegna sprengjuárása Bandaríkjanna á Íran Read More »

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search