Search
Close this search box.

Loftslag og grænar lausnir

Deildu 

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flutti ávarp á stofnfundi Samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir á Grand hóteli í dag.

Markmið vettvangsins er m.a. að bæta árangur Íslands í loftslagsmálum og miðla fjölbreyttu framlagi landsins á því sviði. Þá er einnig markmið að stjórnvöld og atvinnulíf vinni í sameiningu að metnaðarfullum aðgerðum í loftslagsmálum í samræmi við markmið stjórnvalda, þar með talið kolefnishlutleysi árið 2040.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra:

„Mannkynið er í kapphlaupi við tímann en farsæld þjóða til framtíðar mun ráðast af því hvernig þeim tekst að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, auka kolefnisbindingu og ná árangri í baráttunni gegn loftslagsvánni. Þá mun líka skipta miklu máli hvernig samfélög takast á við afleiðingar þeirra loftslagsbreytinga sem munu verða. Í samstarfi atvinnulífs og stjórnvalda þurfum við að lágmarka kolefnisspor þeirrar vöru og þjónustu sem við bjóðum upp á, bæði hér heima fyrir og á erlendum mörkuðum. Samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda um grænar lausnir er innblásinn af bjartsýnis- og sóknaranda gagnvart stórri áskorun og trú á nýsköpun.“

Forsætisráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið, utanríkisráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið; Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samorka, Orkuklasinn, Viðskiptaráð Íslands, Bændasamtök Íslands, Íslandsstofa, auk fjölda fyrirtækja standa að samstarfsvettvangnum.

Formenn vettvangsins eru Unnur Brá Konráðsdóttir og Sigurður Hannesson, forstöðumaður er Eggert Benedikt Guðmundsson og Íslandsstofa annast rekstur vettvangsins.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search