Search
Close this search box.

Brýnt verkefni

Deildu 

Það hefur lengi verið brýnt verkefni, en sennilega aldrei jafn brýnt og nú, að vinna gegn óhóflegri samþjöppun í sjávarútvegi. Í dag segja reglur til um að engin útgerð megi eiga nema 12% af kvótanum, en ég velti því fyrir mér hvort þau mörk séu ekki of há og tel að í komandi endurskoðun á kvótaþakinu ætti að horfa til þess að miða við 10%. Þá þarf að skýra lög og reglur um það hverjir teljast tengdir aðilar til að tryggja að ekki sé hægt að komast yfir hið lögbundna mark í gegnum tengd félög. Sú skilgreining hefur, að mínu mati, verið allt of óskýr og vendingar í greininni, sem og frekari hugmyndir um sameiningar, gefa enn frekara tilefni til að skerpa á þessum skilgreiningum þannig að það sé algjörlega tryggt að enginn fari yfir lögbundið kvótaþak. Sporna þarf gegn of mikilli samþjöppun í sjávarútvegi, þar sem óheft markaðsöflin ráða för. Til þess höfum við reglur um kvótaþak, við úthlutum byggðakvóta og heimilum strandveiðar, svo dæmi séu tekin. Ef markaðurinn einn fær að ráða, til dæmis með óheftum uppboðum aflaheimilda, ræður kapítalið eitt för.

Kolbeinn Óttarsson Proppé

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search