Search
Close this search box.

Ekki kemur til greina að selja meira í Íslandsbanka nú. Ekkert traust – engin sala.

Deildu 

Frá upphafi höfum við í Vinstriheyfingunni grænu framboði sagt að nauðsynlegt sé að sjá hvað komi út úr úttekt Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands, FME. Sú úttekt er varðar framkvæmd Íslandsbanka vegna sölu á hlutum í bankanum liggur nú fyrir og er mikill áfellisdómur. Ljóst er að bankinn fór ekki að lögum um söluna. Stjórn og stjórnendur bankans verða að standa skil á gjörðum sínum og axla ábyrgð.

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis mun á næstu dögum funda með Fjármálaeftirlitinu enda öllum morgunljóst að hér er um stórmál að ræða.

Í augnablikinu er traustið til fjármálakerfisins í lágmarki. Líkt og við í VG höfum ítrekað sagt kemur ekki til greina að selja frekar hluti í Íslandsbanka fyrr en allt fyrirkomulag hefur verið endurskoðað. Traustið verður að endurheimta.

Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður og 1. varaformaður í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search