Search
Close this search box.

Gleðileg og ábyrg jól

Deildu 

Heims­far­ald­ur Covid-19 hef­ur geisað hér­lend­is í um það bil tíu mánuði. Í fyrsta sinn í sög­unni höf­um við þurft að grípa til víðtækra sótt­varn­aráðstaf­ana til að hamla út­breiðslu veiru sem veld­ur lífs­hættu­leg­um sjúk­dómi. Sótt­varnaaðgerðir hafa haft mikl­ar af­leiðing­ar á sam­fé­lagið og það er áskor­un fyr­ir okk­ur öll að tak­marka út­breiðslu veirunn­ar en á sama tíma lág­marka þann sam­fé­lags­lega skaða sem sótt­varnaaðgerðir geta valdið.

Í lok októ­ber hert­um við sótt­varn­aráðstaf­an­ir vegna upp­gangs Covid-19 í sam­fé­lag­inu. Það var erfitt en nauðsyn­legt skref. Aðgerðirn­ar sem gripið var til báru ár­ang­ur og sam­fé­lags­smit­um fækkaði. Nú grein­ast sem bet­ur fer ekki mörg smit dag­lega hér­lend­is og flest þeirra sem grein­ast eru í sótt­kví. Okk­ur geng­ur vel í bar­átt­unni við Covid-19 eins og stend­ur en til þess að viðhalda þeim ár­angri sem náðst hef­ur þurf­um að halda áfram að fara var­lega.

For­senda þess hversu vel okk­ur hef­ur gengið hér­lend­is að stemma stigu við út­breiðslu veirunn­ar er ein­mitt sú að við höf­um farið var­lega. Al­menn­ing­ur hef­ur fylgt regl­um um sótt­varn­ir vel, sýnt ábyrgð og mikla og góða sam­stöðu í þess­um erfiðu aðstæðum. Það er nefni­lega gott að muna að við erum gæfu­söm, og það er al­menn­ingi í land­inu að þakka.

Sam­an­borið við önn­ur Evr­ópu­lönd er staðan hér­lend­is mjög góð. Sam­kvæmt gögn­um Sótt­varna­stofn­un­ar Evr­ópu frá 14. des­em­ber um ný­gengi smita síðustu 14 daga á hverja 100.000 íbúa er næst­lægsta ný­gengið á Íslandi, en aðeins í Liechten­stein eru færri smit á þeim mæli­kv­arða. Ný­gengið er því miður mun hærra hjá mörg­um ná­granna­lönd­um okk­ar og frétt­ir ber­ast af gildis­töku strangra sótt­varnaáðstaf­ana víða í Evr­ópu um þess­ar mund­ir. Marg­ir Evr­ópu­bú­ar sjá fram á jó­laund­ir­bún­ing og jól und­ir sér­stök­um kring­um­stæðum, þar sem lok­an­ir á at­vinnu­starf­semi og ým­iss kon­ar þjón­ustu eru mikl­ar og víðtæk­ar. Ég vona sann­ar­lega að vel gangi að ná tök­um á út­breiðslu far­ald­urs­ins í öðrum lönd­um og hugsa hlýtt til þeirra sem bú­sett­ir eru í lönd­um þar sem út­breiðsla veirunn­ar er mik­il.

Líða fer að jól­um. Vegna gild­andi sam­komutak­mark­ana verða jól­in í ár öðru­vísi en við erum vön, en við get­um samt notið hátíðanna í hópi okk­ar nán­ustu. Við þurf­um að halda áfram að gera okk­ar allra besta. Hvert og eitt þarf að huga áfram að ein­stak­lings­bundn­um sótt­vörn­um, passa upp á viðkvæma hópa og halda hitt­ing­um í lág­marki. Al­manna­varn­ir hafa gefið út leiðbein­ing­ar um jóla­hald sem nálg­ast má á vefsíðunni www.covid.is sem ég hvet alla til að kynna sér og fylgja. Von mín er að við fáum öll notið gleðilegra jóla og ára­móta og að við njót­um hátíðanna á ábyrg­an hátt. Við get­um það, sam­an. Gleðileg jól!

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search