Horft til framtíðar – málþing um menntakerfið og heilbrigðisþjónustuna 5. september kl. 17 – 19
Menntun og mönnun í heilbrigðisþjónustunni, staða rannsókna og vísindastarfs og forysta til árangurs, þetta verða viðfangsefni fundar sem heilbrigðisráðherra boðar til 5. september nk. Markmiðið er að fjalla um þessar mikilvægu stoðir heilbrigðiskerfisins í ljósi nýrrar heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Fundurinn verður haldinn í Veröld, húsi Vigdísar kl. 17. – 19. Umræðustjórar verða Ævar Kjartansson og Magnús Karl Magnússon sem fá til sín í sófaspjall marga góða gesti með víðtæka þekkingu og reynslu á þessum sviðum. Fundarstjóri verður Björg Magnúsdóttir. Fundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir og aðgangur ókeypis.
- Nánari upplýsingar um fundinn ásamt dagskrá: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/08/30/Horft-til-framtidar-menntakerfid-og-heilbrigdisthjonustan-5.-september/