Search
Close this search box.

Ingibjörg Þórðardóttir býður sig fram til ritara

Deildu 

Framboðstilkynning.

Kæru félagar

Ég hef starfað innan VG í um 10 ár og mér finnst þessi pólitíski vettvangur hafa verið, gefandi skemmtilegur,  krefjandi og þroskandi allt í senn. Mér finnst störf mín hafa skipt miklu máli innan  hreyfingarinnar og félagar mínir hafa alltaf sýnt mér mikið traust.

Brennandi áhugi á jafnrétti og kvenfrelsi var ástæðan fyrir því að ég ákvað að stíga inn á fyrsta VG fundinn minn. Innan hreyfingarinnar tókst mér svo að ná utan um hugmyndir mínar um jöfnuð í víðum skilningi, umhverfismál og lýðræði. Skoðanir mínar höfðu verið töluvert á skjön við háværustu raddir Austfirðinga í kringum 2009. Það var bæði frelsandi og styrkjandi að finna þá vettvang innan VG þar sem fólk var mér sammála í grundvallaratriðum.

Ég hef gegnt fjölmörgum trúnaðarstöðum innan VG. Ég hef verið formaður svæðisfélags, verið í stjórn kjördæmisráðs og verið þrisvar á listum VG til Alþingiskosninga. Ég hef setið í stjórn VG í fjögur ár og var endurkjörinn formaður Kjördæmisráðs VG í Norðausturkjördæmi fyrir skemmstu. Ég hef verið varaþingmaður frá árinu 2013 og hef fimm sinnum tekið sæti á Alþingi.

Ég styð núverandi stjórnarsamstarf og er gífurlega stolt af ráðherrum okkar og þingmönnum við ríkisstjórnarborðið. Ég hlakka til að vinna áfram með VG að því að koma fjölmörgum og metnaðarfullum stefnumálum okkar í framkvæmd sem víðast. 

Nú þegar ég hef verið meðstjórnandi í stjórn VG síðan 2015 hef ég ákveðið að gefa kost á mér til ritara hreyfingarinnar á landsfundi 18. -20. október.

Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari í Neskaupstað

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search