Search
Close this search box.

Landsmenn eru mjög hlynntir lífrænni framleiðslu, segir Berglind Häsler, bóndi og verkefnastjóri Lífræns Íslands.

Deildu 

Ríf­lega 80% þjóð­ar­innar er jákvæð gagn­vart líf­rænni fram­leiðslu á Íslandi sam­kvæmt skoð­ana­könnun sem Zenter rann­sóknir unnu fyrir VOR, Verndun og rækt­un, félag fram­leið­enda í líf­rænum búskap. Aðeins 2,8% eru nei­kvæð. Þá eru 77,2 % sem alltaf, oft eða stund­um, velja líf­rænar íslenskar vörur fram yfir hefð­bundnar íslenskar vör­ur.

Líf­rænt fyrir umhverfið

Meiri­hluti þeirra sem eru jákvæðir segj­ast vera það vegna „um­hverf­is­mála.” Það við­horf er síður en svo gripið úr lausu lofti. Stað­reyndin er sú að í líf­rænni ræktun er stunduð skipti­rækt og stað­bundnar auð­lindir nýttar við rækt­un­ina. Við vinnslu á líf­rænum mat­vælum er aðeins not­aður líf­rænn áburður og hug­mynda­fræði líf­rænnar rækt­unar er ávallt sú að vinna með og hag­nýta lög­mál nátt­úr­unn­ar, án þess að skaða umhverfið eða fram­leiðslu­af­urð­ir.

Líf­rænt fyrir lýð­heilsu

Næst­flestir sem segj­ast jákvæðir í garð líf­rænnar fram­leiðslu nefna „holl­ust­u.” Með því að velja líf­rænt vottuð mat­væli forð­ast þú sjálf­krafa mörg skað­leg auka­efni í mat­vælum sem bannað er að nota í líf­rænni mat­væla­fram­leiðslu. Margar rann­sóknir hafa jafn­framt sýnt fram á að líf­ræn mat­væli séu næringarríkari.AUGLÝSING

Líf­rænt – án allra eit­ur­efna og betri aðbún­aður dýra

Þegar spurt var hvað skipti mestu máli við val á líf­rænum íslenskum vörum nefndu flest­ir, eða hátt í helm­ing­ur, „ekk­ert skor­dýra­eit­ur.“  Tæp­lega 44% nefndu „gæði” og tæp­lega 35% nefndu dýra­vel­ferð.” Aðbún­aður dýra í líf­rænum búskap er að jafn­aði strang­ari. Búfé fær til að mynda aukið rými, er gefið líf­rænt fóður og ítar­legar kröfur eru gerðar um góðan aðbúnað þeirra og úti­vist. Rúm­lega 23% sögðu það skipta máli að í líf­rænni ræktun væru „engar erfða­breyttar líf­ver­ur”. 

Eft­ir­spurn kallar á stór­sókn 

Lengi hefur verið rætt verið um nauð­syn þess að  að efla líf­ræna ræktun og fram­leiðslu á Íslandi. Í dag er ein­ungis um 1% rækt­un­ar­lands á Íslandi vottað líf­rænt, mun lægra hlut­fall en í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Í flestum Evr­ópu­löndum hefur líf­rænt ræktun auk­ist gríð­ar­lega á und­an­förnum árum, allt í takt við aukna eft­ir­spurn neyt­enda.

Líf­rænt Ísland

Vor-Verndun og rækt­un, félag fram­leið­enda í líf­rænum búskap hefur í sam­starfi við Bænda­sam­tök Íslands og Atvinnu- nýsköp­un­ar­ráðu­neytið hrundið af stað átaks­verk­efni undir yfir­skrift­inni Líf­rænt Ísland. Í til­efni af því hefur vef­ur­inn lifra­ent­is­land.is verið settur í loft­ið. VOR fer með fram­kvæmd verk­efn­is­ins. Við finnum fyrir miklum með­byr og lítum svo á að nið­ur­stöður þess­arar skoð­ana­könn­unar gefi fullt til­efni til að halda í stór­sókn á líf­rænni fram­leiðslu á Íslandi og að efla vit­und um ágæti hennar meðal neyt­enda. Til þess að það megi verða þurfa stjórn­völd, bænd­ur, fram­leið­endur og neyt­endur að sýna vilj­ann í verki.

Berglind Häsler, verk­efna­stjóri Líf­ræns Íslands.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search