Search
Close this search box.

Liðið ár hið ofbeldisfyllsta gagnvart trans fólki

Deildu 

„Árið 2021 voru 375 trans mann­eskj­ur myrt­ar í heim­in­um og sú tala hækk­ar frá fyrra ári,“ sagði Jó­dís Skúla­dótt­ir í ræðu sinni á Alþingi í kvöld. 

Sam­kvæmt alþjóðlegri skýrslu sem gef­in er út ár­lega og ber heitið „Trans mur­der monitor­ing report“, hafi árið 2021 mann­skæðasta og of­beld­is­fyllsta ár gagn­vart trans fólki frá því að mæl­ing­ar hóf­ust. 

Aðskilj­um ekki hat­urs­glæpi

„En átt­um okk­ur líka á sam­hengi hlut­anna. 96% af þeim myrtu voru trans kon­ur, af því að of­beldi er líka kynjað, 58% þeirra myrtu voru þolend­ur vænd­is, fjór­ir af hverj­um tíu voru inn­flytj­end­ur. Morðin eru fram­in um all­an heim.“

Jó­dís hélt ræðuna í til­efni af alþjóðadegi gegn hómó-, tví- og trans­fób­íu. Hún sagði að staða hinseg­in fólks á Íslandi væri að mörgu leyti góð og færi batn­andi með ári hverju en benti á að staðan sé ekki jafn góð alls staðar. 

Hún kvaðst vilja nota tæki­færið til að vekja at­hygli á stöðunni og að aldrei yrði unnt að aðskilja þau nánu tengsl sem séu milli hat­urs­glæpa, vænd­is, kven­hat­urs, ras­isma, út­lend­inga­hat­urs eða ann­ars kon­ar hat­urs. 

„Hinseg­in fólk sem fell­ur und­ir hatt fleiri minni­hluta­hópa er út­sett­ara fyr­ir of­beldi en annað hinseg­in fólk og því get­um við aldrei gefið af­slátt í nein­um af þess­um mála­flokk­um.“

Jódís Skúladóttir, þingmaður Norðausturkjördæmis.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search