Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna lýsti því yfir á landsfundi hreyfingarinnar nú rétt í þessu að hún ætli að taka sæti á lista í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í haust.
Lilja Rafney bauð sig fram í oddvitasæti í forvali í apríl en varð að lúta í lægra haldi fyrir Bjarna Jónssyni, varaþingmanni og sveitarstjórnarmanni VG í Skagafirði.
Landsfundur fagnaði ákvörðun Lilju Rafneyjar með lófaklappi. Lilja Rafney er stofnfélagi í VG og sagðist hún á fundinum, undir liðnum almennar stjórnmálumræður, vilja vinna áfram að góðum verkum fyrir hreyfinguna.