Search
Close this search box.

Netspjallið opið lengur

Deildu 

Einn af lyk­ilþátt­um heil­brigðisþjón­ust­unn­ar í viðbrögðum okk­ar við COVID-19 er þjón­usta Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins sem fram fer í gegn­um Heilsu­veru. Vefsíðan Heilsu­vera er sam­starfs­verk­efni Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins og embætt­is land­lækn­is.

Mark­mið vefsíðunn­ar er að koma á fram­færi marg­vís­legri fræðslu og þekk­ingu um heil­brigðismál og áhrifaþætti heil­brigðis, og efla þar með heil­brigði lands­manna. Heilsu­vera veit­ir þríþætta þjón­ustu. Í fyrsta lagi er það fræðslu­hlut­inn sem er öll­um op­inn. Þar er að finna fjöl­breytt fræðslu­efni í hinum ýmsu efn­is­flokk­um, til dæm­is fræðslu um þroska barna, svefn, nær­ingu, hreyf­ingu og fleira. Í öðru lagi er að finna á Heilsu­veru ein­stak­lings­bundna þjón­ustu og aðgang að heil­brigðis­upp­lýs­ing­um á mín­um síðum sem er háð ra­f­rænni auðkenn­ingu not­enda og í þriðja lagi er net­spjall heilsu­veru þar sem all­ir sem hafa netaðgang geta átt í bein­um sam­skipt­um við hjúkr­un­ar­fræðing til að fá ýms­ar upp­lýs­ing­ar og leiðbein­ing­ar.

Net­spjall heilsu­veru hef­ur lengst af verið opið í fjór­ar til átta klukku­stund­ir á dag en þegar fyrsti ein­stak­ling­ur­inn greind­ist með COVID-19 hér á landi ákváðu stjórn­end­ur heilsu­gæsl­unn­ar að hafa net­spjallið opið frá klukk­an 8.00-22.00 alla daga vik­unn­ar. Í mars 2020 áttu not­end­ur hátt í 16.000 sam­skipti við hjúkr­un­ar­fræðinga í gegn­um net­spjallið og lýstu 93% not­end­anna ánægju með þjón­ust­una.

Heilsu­gæsla höfuðborg­ar­svæðis­ins stefn­ir nú að því að auka þá þjón­ustu sem veitt er í gegn­um net­spjall með því að tryggja lands­mönn­um aðgang að ráðgjöf og leiðsögn um heil­brigðis­kerfið í gegn­um net­spjall alla daga vik­unn­ar frá klukk­an átta á morgn­ana til tíu á kvöld­in. Ég hef fall­ist á til­lögu stofn­un­ar­inn­ar þessa efn­is og ákveðið að veita 30 millj­ón­ir króna á árs­grund­velli til verk­efn­is­ins í tvö ár. Net­spjall heilsu­veru hef­ur gefið góða raun á tím­um COVID-19 og hef­ur þeim sem nýta sér þessa þjón­ustu fjölgað jafnt og þétt.

Það er mik­il­vægt að tryggja að já­kvæð reynsla af breyttri þjón­ustu sem inn­leidd var vegna COVID-19 glat­ist ekki, held­ur verði nýtt og þróuð áfram til að bæta þjón­ustu við not­end­ur. Því er ánægju­legt að geta stutt við þetta góða verk­efni áfram. Auk­inn aðgang­ur að net­spjalli Heilsu­veru er enn eitt verk­efnið sem styður efl­ingu heilsu­gæsl­unn­ar og hlut­verk henn­ar sem fyrsta viðkomu­stað í heil­brigðis­kerf­inu. Þetta er einnig mik­il­væg­ur liður í því að byggja upp öfl­uga gagn­virka ra­f­ræna þjón­ustu, bæta heilsu­læsi og aðgengi fólks að heil­brigðisþjón­ustu óháð bú­setu, líkt og er meðal mark­miða heil­brigðis­stefnu til árs­ins 2030.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search