PO
EN

Greinar

Sjálf­stæð Palestína skiptir heiminn máli

Palestína lýsti yfir sjálfstæði sínu árið 1988. Nú, tæpum 40 árum síðar, hafa 143 ríki viðurkennt sjálfstæði landsins og árið 2011 varð Ísland fyrst ríkja Vestur-Evrópu til að taka það skref. Í gær bárust þau stórmerku og jákvæðu tíðindi frá frændum okkar og frænkum í Noregi þegar þau tilkynntu viðurkenningu landsins á sjálfstæði Palestínu. Spánn […]

Sjálf­stæð Palestína skiptir heiminn máli Read More »

Í dag er dagur líffjölbreytileika

Til hamingju með daginn!Líffjölbreytileiki á við breytileika vistkerfa, tegunda og erfðafræðilega fjölbreytni innan tegunda. Líffjölbreytileiki er meðal annars mikilvægur fyrirþjónustu vistkerfa til að mynda frævun, loftslagsstjórnun og flóðavarnir. Samningur Sameinuðu þjóðanna um líffjölbreytni (Convention on Biological Diversity, CBD) tók gildi árið 1992 í Rio de Janeiro og er Ísland aðili að samningnum. Ísland er talið fátækt sé

Í dag er dagur líffjölbreytileika Read More »

Þörfin fyrir heimilislækna

Að geta notið þjónustu heimilislæknis er ein af grunnþörfum okkar allra hvar sem við búum á landinu. Það er ekki síður mikilvægt að fólk hafi aðgang að föstum heimilislækni til að tryggja samfellu í þjónustunni. Þurfa ekki sífellt að bera sig upp við nýja lækna með mein sín, áhyggjur eða við heilsufarseftirlit. Aðgengi að góðri

Þörfin fyrir heimilislækna Read More »

Verndum Viðey

Árið 2011 var Viðey eða Minnanúpshólmi í Þjórsá friðuð. Eyjan er rúmir þrír hektarar að stærð, afar gróin og falleg á að líta. Í eyjunni hafa fundist yfir 70 gróðurtegundir, þar af tvær sjaldgæfar á landsvísu. Þetta er ekki það eina sem gerir Viðey einstaka, heldur veitir straumþung Þjórsá eyjunni mikilvæga umgjörð og hefur séð

Verndum Viðey Read More »

Lausnin út í mýri?

Ágæti lesandi, árið er 2024 og Sameinuðu þjóðirnar hafa talað, áratugur 2021 til 2030 eru áratugur endurheimtar vistkerfa (e. ecosystem restoration). Markmiðið er að draga úr hnignun og snúa við eyðingu með áherslu á að endurheimta það sem hefur glatast. Það er engin tilviljun að á tímum hamfarahlýnunar beini Sameinuðu þjóðirnar spjótum sínum að þessum málaflokki. Þar er

Lausnin út í mýri? Read More »

Mann­réttinda­stofnun verður að veru­leika

Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands. Meginhlutverk stofnunarinnar er að efla og vernda mannréttindi á Íslandi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum. En af hverju þarf Ísland sem stendur svo framarlega í mannréttindum að hafa slíka stofnun? Íslenska ríkið hefur ítrekað fengið athugasemdir og tilmæli frá

Mann­réttinda­stofnun verður að veru­leika Read More »

Samstaða um árangur

Fyrr í vetur náðist sá mikli árangur á íslenskum vinnumarkaði að flest aðildarfélög Alþýðusambands Íslands endurnýjuðu kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins. Samningarnir eru að mörgu leyti tímamótasamningar enda renna þeir styrkum stoðum undir stöðugleika í íslensku efnahagslífi til næstu fjögurra ára. Þann 7. mars síðastliðinn birtu stjórnvöld yfirlýsingu þar sem tilteknar aðgerðir voru lagðar fram til

Samstaða um árangur Read More »

Auðlindirnar okkar

Flest erum við sammála um að sameign þjóðar á auðlindum eigi að vera meitluð í stjórnarskrá sem og ákvæði um sjálfbæra nýtingu. Umgengni við auð­lindir hefur ekki alltaf verið til fyrirmyndar og eru brotalamir í umgjörð. Nú þegar verið er að setja eftir á reglur um nýtingu fjarðanna fyrir lagareldi sést hversu óheppilegt það er.

Auðlindirnar okkar Read More »

Í­þróttir fyrir öll, jöfnum og bætum leikinn

Hér á landi er þátttaka barna í íþróttastarfi mikil þó vissulega sé erfitt að ná til ákveðinna þjóðfélagshópa. Frístundastyrkir skipta miklu máli og auka tækifæri þó að þeir dekki ekki nándar nærri allan kostnað við íþróttaþátttöku barna. Íþróttaþátttaka er bæði mikilvæg dægradvöl sem og mikilvægt lýðheilsumál. Þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi er forvarnarmál sem hefur skilað

Í­þróttir fyrir öll, jöfnum og bætum leikinn Read More »

Vits er þörf þeim er víða ratar- um gagn­semi og glap­ræði gervi­greindar

Nú á tímum gervigreindar, gríðarlegs áreitis samfélagsmiðla, örra samfélagbreytinga og krafna um að fréttir berist strax, stundum án mikillar ígrundunar, er mikilvægt að efla stafræna borgaravitund. Með stafrænni borgaravitund er átt við það að hafa þá þekkingu og færni sem þarf til að sýna ábyrga hegðun þegar tækni er notuð eða þegar verið er í stafrænu umhverfi. Nauðsynlegt er

Vits er þörf þeim er víða ratar- um gagn­semi og glap­ræði gervi­greindar Read More »

Að rækta garðinn sinn

Samfélag er garður. Ef þar er ekki rými fyrir fjölbreyttan gróður er garðurinn ekki bara einsleitur heldur verður jarðvegurinn með tímanum næringarsnauður og ófrjór. Það græða því öll samfélög á því að fólk frá öðrum stöðum vilji setjast þar að, festa rætur og byggja sér líf. En það er mikilvægt að hlú að gróðrinum og

Að rækta garðinn sinn Read More »

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search