Alþjóðlegur dagur votlendis, líka í Hafnarfirði
Við Hafnfirðingar erum ekki ríkir af votlendi. Það sem einkennir bæjarlandið er hraun, holt og melar, en nánast ekkert votlendi. Segja má að Hafnarfjörður sé heldur þurr á yfirborðinu þótt við vitum að vatnið renni undir hrauninu. Þó er að finna leifar af fornum mýrum í Bleiksmýri og Krýsuvíkurmýri í Krýsuvík sem báðar eru framræstar …