Search
Close this search box.

Greinar

Loksins Mannréttindastofnun

Mannréttindi eru hornsteinn frelsis, friðar, þróunar og réttlætis og þau ber að heiðra og hlú að þeim. Mannréttindi koma ekki að sjálfu sér heldur eru ákvörðun sem þarf að festa í lög, koma inn í kerfi, venja stofnanir við og viðhalda. Þessvegna er mikilvægt að mannréttindi eigi sér óháðan málsvara í stjórnkerfinu, sem heyrir ekki […]

Loksins Mannréttindastofnun Read More »

Í skugga sílóa og sandryks

Þorlákshöfn var á síðasta ári 41. sveitarfélagið til að taka þátt í verkefni Embætti landlæknis um Heilsueflandi samfélag. Á heimasíðu Ölfuss segir að meginmarkmið sveitarfélagsins sé að skapa tækifæri fyrir íbúa til bættra lífsgæða með fjölbreyttum möguleikum til hreyfingar, útiveru, íþróttaiðkunar og annarrar afþreyingar og frístundaiðju. Það skýtur því skökku við að ætla að reisa

Í skugga sílóa og sandryks Read More »

Ert þú í tengslum?

Gott að eldast er aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk sem byggir á nýrri hugsun í þjónustu við þennan stækkandi hóp í samfélagi okkar. Áætlunina fékk ég samþykkta á Alþingi í fyrra. Með henni er leitast eftir að breyta og bæta þjónustu við eldra fólk, meðal annars með því að gera hana einstaklingsmiðaðri. Jafnframt er

Ert þú í tengslum? Read More »

Að standa með lögreglunni á réttum forsendum

Aðgerðir lög­reglu vegna mót­mæl­anna í lok síðasta mánaðar og af­leiðing­ar þeirra hafa skapað rétt­mæta umræðu. Sitt sýn­ist hverj­um. Frétta­flutn­ing­ur af lög­reglu­of­beldi veld­ur mér áhyggj­um og hef ég gert það að um­tals­efni í ræðustól Alþing­is, sem féll ekki í kramið hjá öll­um. Ég hef fengið pósta frá lög­reglu­mönn­um sem fannst að sér vegið. Ég hef hins

Að standa með lögreglunni á réttum forsendum Read More »

Svik VG í jafnréttismálum

Á vettvangi alþjóðamála er litið til Íslands sem fyrirmyndar hvað varðar löggjöf jafnréttismála, áherslu stjórnvalda á að sinna frumkvæðisskyldunni á sviði jafnréttismála og árangur af framkvæmd verkefna. Við formennsku Íslands í Evrópuráðinu vakti áhersla á jafnréttismál kynja mikla athygli og sóst var eftir aðkomu Íslands að ritun nýrrar kynjajafnréttisstefnu Evrópuráðsins, sem gildir til ársins 2029.

Svik VG í jafnréttismálum Read More »

Sæl samfélög

Þessa dagana stendur yfir Velsældarþing, Wellbeing Economy Forum, í Hörpu. Á ráðstefnunni er lögð áhersla á að skapa grundvöll fyrir sjálfbært velsældarhagkerfi til framtíðar. Velsældarhagkerfi er efnahagskerfi þar sem leitast er við að forgangsraða í þágu velferðar og lífsgæða almennings á breiðum grunni, þar sem skýr markmið um hagsæld og lífsgæði almennings hafa áhrif á

Sæl samfélög Read More »

Sérstakur vaxtastuðningur

Ein af aðgerðum ríkisstjórnarinnar í tengslum við síðustu kjarasamninga er sérstakur vaxtastuðningur til þeirra sem áttu íbúðarhúsnæði til eigin nota árið 2023 og uppfylla ákveðin viðmið um tekjur og skuldastöðu. Ólíkt vaxtabótum er sérstakur vaxtastuðningur ekki greiddur út, heldur er fjárhæðinni ráðstafað inn á lán vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Ekki þarf að sækja um

Sérstakur vaxtastuðningur Read More »

Af neysluhyggju og nægjusemi

Nú þegar sumarið og brúðkaupstímabilið er framundan eru mörg vafalaust farin að kíkja í skápa og skúffur til að finna viðeigandi klæðnað fyrir hvert tilefni. Jafnvel svipast um eftir nýjum fatnaði enda útsölur að hefjast og þá er gott að minna sig á umhverfisþátt fataiðnaðarins. Á tímum netverslunar, hraðtísku, áhrifavalda, reglulegra útsala og tilboða er

Af neysluhyggju og nægjusemi Read More »

Verður þér að góðu?

Nú þegar rúmlega fjörutíu sveitarfélög vinna eftir nálguninni um heilsueflandi samfélag ásamt fjölbreyttum vinnustöðum þar á meðal mörgum leik-, grunn- og framhaldsskólum er mikilvægt að horfa til matarmenningar og neysluhátta. Markmið heilsueflandi samfélags, skóla og annarra vinnustaða er að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum þar sem hlutverk mataræðis er stórt. Nú

Verður þér að góðu? Read More »

Trúverðugar aðgerðir í þágu stöðugleika

Til þess að styðja við langtímakjarasamninga á vinnumarkaði lögðu ríkisstjórnin og Samband íslenskra sveitarfélag fram pakka með aðgerðum til þess að styðja við markmið stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um vaxandi velsæld, aukinn kaupmátt og skilyrði fyrir verðstöðugleika. Hluti þeirra aðgerða snúa að húsnæðismarkaðnum en miklir hagsmunir liggja í því fyrir almenning og stuðla að heilbrigðari

Trúverðugar aðgerðir í þágu stöðugleika Read More »

Með Kúrdum í tyrkneskum dómssal

Í september árið 2014 átti sér stað afdrifaríkur atburður í kúrdíska bænum Kobani í Norður Sýrlandi nálægt landamærum Tyrklands þegar hryðjuverkasamtökin ISIS gerðu árás á bæinn. Tyrkneska lögreglan stöðvaði slasaða íbúa Kobani á landamærunum þegar fólkið leitaði ásjár í örvæntingu sinni og ótta. Því var mætt með táragasi og kúlnahríð. Á sama tíma var ISIS

Með Kúrdum í tyrkneskum dómssal Read More »

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search