Search
Close this search box.

Samkomubann „Nú er það verk­efni okk­ar allra að fylgja fyr­ir­mæl­un­um og hjálp­ast að. … Gangi öll­um sem best sem eru að glíma við stór­ar breyt­ing­ar á sín­um hög­um og dag­legu lífi.“

Deildu 

Í lok síðustu viku kynnti ég ákvörðun mína um að virkja heim­ild­ir sótt­varna­laga til að tak­marka sam­kom­ur í fjór­ar vik­ur, frá og með 16. mars. Til­gang­ur­inn er að hefta út­breiðslu COVID19-sjúk­dóms­ins, verja heilsu fólks og viðhalda starfs­getu heil­brigðis­kerf­is­ins meðan á far­aldri stend­ur og er ákvörðunin tek­in að til­lögu sótt­varna­lækn­is. Sam­hliða sam­komu­banni verður skóla­hald tak­markað í fjór­ar vik­ur. Þetta er mik­il­væg sótt­varnaaðgerð sem all­ur al­menn­ing­ur þarf að hlíta og vera meðvitaður um. Á vefsíðunni covid.is er hægt að finna góðar upp­lýs­ing­ar um COVID-19, sam­komu­bannið, nýj­ustu frétt­ir, svör við al­geng­um spurn­ing­um o.fl.

Með sam­komu­banni er átt við skipu­lagða viðburði þar sem fleiri en 100 manns koma sam­an og verða þeir óheim­il­ir. Við öll manna­mót þarf auk þess að tryggja að nánd milli manna sé að minnsta kosti yfir tveir metr­ar og að aðgengi að handþvotti og hand­spritti sé gott. Há­skóla- og fram­halds­skóla­kennslu verður sinnt með fjar­kennslu og í grunn­skól­um skal tryggja að ekki séu fleiri en 20 nem­end­ur í kennsl­unni í sömu stofu. Tryggja skal að börn í leik­skól­um séu í eins litl­um hóp­um og mögu­legt er.

Fram til þessa höfðu viðbrögð á Íslandi beinst að fljótri grein­ingu ein­stak­linga, rakn­ingu smita, ein­angr­un sýktra og sótt­kví þeirra sem grun­ur er á að séu smitaðir. Má telja lík­legt að þess­ar ráðstaf­an­ir hafi komið í veg fyr­ir fjöl­mörg inn­lend smit. Marg­vís­leg­ar aðrar ráðstaf­an­ir hafa verið gerðar með leiðbein­ing­um og upp­lýs­inga­gjöf til al­menn­ings, stofn­ana og fyr­ir­tækja til að sporna við út­breiðslu veirunn­ar og sér­stök áhersla hef­ur verið lögð á að vernda viðkvæma hópa og verður svo áfram. Nú hef­ur sam­komu­bann og tak­mörk­un á skóla­haldi verið sett á, með það að mark­miði að hefta út­breiðslu veirunn­ar enn frek­ar.

Mat sótt­varna­lækn­is var að nú væri rétti tím­inn til að ráðast í aðgerðir sem þess­ar, í ljósi þess að smit­um á Íslandi fjölg­ar dag frá degi og svo­kölluðum þriðja stigs smit­um einnig. Þá eru dæmi um smit sem ekki hef­ur tek­ist að rekja til ut­an­ferða annarra ein­stak­linga. Að mati sótt­varna­lækn­is gefi þetta vís­bend­ingu um að COVID-19 geti nú farið að smit­ast hraðar milli fólks en hingað til. Á sama tíma sé hóp­ur starfs­manna Land­spít­ala í sótt­kví og gæti frek­ari út­breiðsla far­ald­urs­ins dregið úr getu spít­al­ans til að sinna hlut­verki sínu.

Nú er það verk­efni okk­ar allra að fylgja fyr­ir­mæl­un­um og hjálp­ast að. Verk­efnið er stórt og krefj­andi en ég er sann­færð um að við kom­umst í gegn­um þetta sam­an. Gangi öll­um sem best sem eru að glíma við stór­ar breyt­ing­ar á sín­um hög­um og dag­legu lífi.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search