EN
PO
Search
Close this search box.

Samningar við Norðmenn standa

Deildu 

Upp­sjáv­ar­stofn­ar hafa ætíð verið sveiflu­kennd­ir. Nú þegar liðið er á seinni hálfleik í stærstu loðnu­vertíð um margra ára skeið á Íslandi er búið að landa rúm­um helm­ingi af heild­arafl­an­um. Fram und­an er verðmæt­asti tím­inn, þegar hrogn eru unn­in til mann­eld­is. Þessi tími er spenn­andi þar sem kapp­hlaup er við tím­ann við að ná sem mest­um verðmæt­um í land. Þessi vertíð hef­ur mikið að segja í sam­fé­lög­un­um fyr­ir aust­an en nú er þar allt á fullu eft­ir litl­ar loðnu­veiðar síðustu ár. Þá er fjöldi er­lendra skipa við veiðar á miðunum, flest þeirra frá Nor­egi. Norðmenn fá heim­ild­ir til þess að veiða í ís­lenskri lög­sögu vegna tví­hliða bók­un­ar við ramma­samn­ing um vernd­un loðnu­stofns­ins. Þá fá þeir heim­ild­ir vegna Smugu­samn­ings­ins, stöðu þeirra sem strand­rík­is gagn­vart loðnu­stofn­in­um og vegna skipta á veiðiheim­ild­um Græn­lend­inga milli Græn­lend­inga, Evr­ópu­sam­bands­ins og Nor­egs.

Samn­ing­ar standa

Á því hef­ur borið und­an­farna daga að óánægju gæti í Nor­egi hjá út­gerðarmönn­um vegna skil­yrða sem þeir þurfa að sæta við veiðarn­ar. Þau skil­yrði eru ein­fald­lega þau sem samið var um á milli ríkj­anna á reglu­leg­um sam­ráðsfund­um strand­ríkj­anna. Þær snúa m.a. að fjölda skipa sem hér geta veitt, veiðarfæri, tíma­bil og hvar þeim er heim­ilt að stunda veiðar. Sam­skipti hafa verið milli mín og norsks koll­ega míns, Bjørns Skjær­ans, síðustu vik­ur varðandi þetta. En Norðmenn hafa farið fram á breyt­ing­ar á því sam­komu­lagi sem er í gildi á milli ríkj­anna. Ég hef ekki séð ástæðu til þess að breyta þeim regl­um sem í gildi eru á miðri loðnu­vertíð.

Samn­ing­ar milli jafn­ingja fara fram með form­leg­um hætti en ekki með þeim hætti að ann­ar aðili breyti sam­komu­lag­inu þegar það hent­ar hverju sinni. Einnig er rétt að benda á að sum­ar þær tak­mark­an­ir sem eru á veiðum norskra fiski­skipa eru heima­til­bún­ar í Nor­egi. En norsk­ar út­gerðir þurfa að landa í Nor­egi ef að afl­inn er yfir 300 tonn­um. Það seg­ir sig sjálft að það er lengra til Nor­egs en til Íslands frá miðum við Ísland. Þegar tím­inn er af skorn­um skammti geta tak­mark­an­ir af þessu tagi haft mikið að segja.

Nauðsyn­legt er að semja um deili­stofna

Ég hlakka til að taka sam­talið við Norðmenn á næstu mánuðum og þeir eru ekki ein­ir um að vilja gera breyt­ing­ar. Breyt­ing­ar á samn­ing­um um loðnu­veiðar þurfa alltaf að skoðast í sam­hengi við aðra deili­stofna. Um ára­bil hef­ur reynst erfitt að ná samn­ing­um milli strand­ríkja Norður-Atlants­hafs­ins um nýt­ingu deili­stofna, mak­ríl sér­stak­lega. Sókn­in í suma þessa stofna er langt um­fram vís­inda­lega ráðgjöf og get­ur því vart tal­ist annað en ósjálf­bær. Sú sjálf­sagða krafa um sjálf­bæra nýt­ingu verður æ há­vær­ari. Það verður ekki gert öðru­vísi en með samn­ing­um.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search