Search
Close this search box.

Þorsteinn V. og Sigrún Jóhannsdóttir í íbúaráð

Deildu 

Kosið var í Íbúaráð í níu hverfum Reykjavíkurborgar á fundi borgarstjórnar í gær.

Þorsteinn V. Einarsson og Sigrún Jóhannsdóttir eru nýir fulltrúar Vinstri grænna í Íbúaráðum borgarinnar. Þorsteinn verður aðalfulltrúi í Íbúaráði Háaleitis og Bústaða og Sigrún verður formaður Íbúaráðs Kjalarness. Íbúaráðin eru skipuð fulltrúum kjörnum af borgarstjórn, borgarfulltrúum eða varaborgarfulltrúm, fulltrúa íbúasamtaka, fulltrúa foreldrafélaga og slembivöldum fulltrúa úr hverfinu.

Íbúaráð munu taka við af Hverfisráðum borgarinnar sem áður voru starfandi. Hlutverk Íbúaráðanna er að stytta boðleiðir milli íbúa og stjórnsýslu borgarinnar, auka upplýsingagjöf og gera íbúum kleift að koma sjónarmiðum sínum á framfæri er varða málefni hverfisins. Íbúaráð skulu hafa aðkomu að skipulagsbreytingum, stærri framkvæmdum og umhirðu borgarlandsins. Auk þess koma íbúarráð að mótun og framkvæmd þjónustu stofnana innan hverfis, s.s menningarstofnana, velferðarþjónustu og skóla.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search