Search
Close this search box.

Umhverfisverðlaun UVG fyrir árið 2020

Deildu 

Ung vinstri græn hafa veitt umhverfisverðlaun fyrir árið 2020. Þau afhenti formaður Ungra vinstri grænna, Sigrún Birna Steinarsdóttir, Verndarfélagi Svartár og Suðurár umhverfisverðlaun UVG 2020 fyrir að standa vörð um náttúru og lífríki Svartár og Suðurár í Bárðardal.

Verndarfélag Svartár og Suðurár hafa unnið ötullega að því að standa vörð um náttúru og lífríki Svartár og Suðurár í Bárðardal og koma í veg fyrir að þessari náttúruperlu í jaðri hálendisins verði spillt með orkuframkvæmdum. Langtímamarkmið er að tryggja verndun svæðisins með opinberri friðlýsingu og þá helst í tengslum við miðhálendisþjóðgarð, þótt hann sé ekki nefndur í lögum félagsins.

Þetta er í þriðja sinn sem UVG veita umhverfisverðlaun.

Verðlaunahafar:

2020 – Verndarfélag Svartár og Suðurár

2019 – Andri Snær Magnason

2018 – Plastóperan

Fyrir nánari upplýsingar:

Sigrún Birnar Steinarsdóttir

sigrun@vinstri.is

s: 781 3039

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search