Search
Close this search box.

Við munum öll deyja

Deildu 

Nýverið vakti sveitarstjórn Múlaþings athygli á stöðu líkhúsa og hver ætti að standa að geymslu látinna. Í mörgum sveitarfélögum er um þröngan kost að ræða þar sem helst er aðstaða innan heilsugæslu sem ekki er alltaf heppilegt. Í Múlaþingi hefur farið fram nokkur umræða um rekstur slíks húsnæðis enda með öllu óljóst hver á samkvæmt lögum að halda utan um og veita slíka þjónustu. Sjálf verð ég að viðurkenna að hafa ekki hugleitt það nánar hvar mér er ætlað að gista frá dauðdaga og að greftrun og virðist sem sama tómrúm ríki um þetta millibils ástand innan íslenskrar löggjafar. Ég hef því sett saman þingsályktunartillögu þess efnis að skipaður verði starfshópur sem geri úttekt á aðstöðu til umönnunar látinna, geymslu þeirra, aðgengi að líkhúsum eða viðeigandi húsnæði auk regluverks þar að lútandi og mögulegum úrbótum á núverandi lagaumhverfi.

Lagalegt tómarúm

Það virðist sem að aðstaða okkar, frá því læknir hefur staðfest andlát okkar og fram að greftrun, sé heldur ekki eins um allt land. Aðstæður eru mismunandi eftir landshlutum og aðgengi að þjónustu sömuleiðis. Það er vegna þessa sem að mikilvægt er að lögfesta jafnt aðgengi að líkhúsum og aðstöðu til að annast hin látnu.

Sjálfsögð þjónusta

Slík þjónusta þarf að vera til staðar óháð búsetu í ljósi þess augljósa, við munum öll deyja. Þá má heldur ekki gleyma að þjónusta sem þessi, sem að ég tel vera sjálfsagða, er þjónustu við aðstandendur látinna og nokkuð víst að við þurfum öll að reiða okkur á hana á einhverjum tímapunkti. Þessu þarf að vinna að af virðingu og alúð jafnt við hin látnu og aðstandendur þeirra, hvar sem þau eru búsett. Það er fullt tilefni til að ganga í þetta þarfa mál af kraft.

Jódís Skúladóttir

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search