Eldri vinstri græn
_____________________________________________________________________________________________
Fyrsti fundur ársins verður haldinn 12. febr. í Stangarhyl 4, húsnæði FEB.
Á dagskránni eru athyglisverð erindi, söngur, kaffi og samvera.
- Brennur Ástralía? – Sólveig Einarsdóttir kennari segir frá lífi sínu í Ástralíu.
- Gömul fréttabréf frá Flateyri vekja nýjar spurningar – Jóhanna G. Kristjánsdóttir sérkennari segir frá bréfasafni úr hennar eigu.
- Og söngur eins og ævinlega – Reynir Jónasson og Björgvin Gíslason leika undir söngvum sem auðvitað allir kunna og taka vel undir.
Kaffihlé og kleinur um 9-leytið. – Sem fyrr er fólk minnt á að taka með sér gesti því fundirnir eru öllum opnir. Svo er næsti fundur er 11. mars 2020.
Ath. Pappírsfundarboð standa til boða áfram. Og munið að netpóstsending gefur færi á að áframsenda einhverjum sem gæti haft gott af því að koma á fundina okkar en veit kannski ekki af þeim. Munið að tilkynna skrifstofu eða undirbúningshópnum um flutning/breytingar.
Undirbúningshópurinn: Bryndís 861 9186; Ragnheiður 864 3543; Sigurður Ingi Georgsson 8963940; Svanhildur 863 2354; Þóra Elfa 824 6518, Þuríður Bachman 8619031.