Search
Close this search box.
Stangarhylur

EVG fundur í Stangarhyl miðvikudagur 13. október

13. október
kl. 20:00

Kæru félagar                             

Fyrsti fundur haustsins verður haldinn 13. október  í Stangarhyl 4,  húsnæði FEB. Flestir ættu að vera bólusettir og veiran vonandi á undanhaldi og mál að hittast.

Í upphafi mun Katrín Jakobsdóttir ávarpa okkur og ræða stöðuna og kannski eitthvað um afstaðnar kosningar. Jörð skelfur enn og lyftist og Páll Einarsson segir okkur allt um þau mál. Guðrún Hallgrímsdóttir flytur okkur fréttir af þörungum sem eru víða umræðuefni dagsins.  Svo er auðvitað söngur, kaffi og spjall að venju. Virðum fjarlægðartakmarkanir, spritt á staðnum.

  1. – Katrín Jakobsdóttir formaður VG.
  • Páll Einarsson  jarðeðlisfræðingur  skýrir það nánar.
  • Guðrún Hallgrímsdóttir matvælaverkfræðingur svarar spurningunni.
  • eins og ævinlega – Reynir Jónasson og Páll Eyjólfsson leika undir söngvum sem auðvitað allir kunna, Gunnar Guttormsson gefur tóninn.

Kaffihlé og kleinur um 9-leytið.  –  Sem fyrr er fólk minnt á að taka með sér gesti því fundirnir eru öllum opnir.  Næsti fundur er 10. nóv. 2021.

Hittumst heil.

Ath. Unnið hefur verið að því að fækka pappírsfundarboðum en þau standa að sjálfsögðu líka til boða áfram. Og munið að netpóstsending gefur færi á að áframsenda einhverjum sem gæti haft gott af því að koma á fundina okkar  en veit kannski ekki af þeim.

Undirbúningshópurinn:

Bryndís 861 9186; Sigurður Ingi Georgsson 8963940; Svanhildur 863 2354;

Þóra Elfa 824 6518, Þuríður Backman 8619031.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search