Það hefur gengið skrykkjótt að ná böndum yfir veiruna en nú ættu mjög margir að vera bólusettir svo við ætlum að hittast – ef þið eruð til – og eiga gefandi stund saman. Fyrsti fundur í langan tíma verður haldinn 26. maí nk. kl. 20 í Stangarhyl 4, húsnæði FEB.
Við ætlum í upphafi að minnast Svavars Gestssonar en við eigum flest aragrúa af minningum um hann og ætlar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að stikla á stóru um feril hans sem stjórnmálamanns. Helgi Bernódusson sem lengi var skrifstofustjóri Alþingis rifjar upp ýmsar óhefðbundnar minningar um samskipti þeirra Svavars en margt gerist i þinginu utan þingsala. Þá mun Svanhildur Kaaber segja okkur frá afa sínum Ólafi Dan Daníelssyni sem var þekktur stærðfræðikennari og skrifaði stærðfræðibækur – á íslensku. Svo er auðvitað söngur og líka – sem betur fer – kaffi. Guðrún Hallgrímsdóttir stýrir fundinum.
Virðum fjarlægðartakmarkanir, spritt á staðnum. Skráning á lista fer fram á staðnum.
- Svavar Gestsson í pólitíkinni – Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
- Svavar á þinginu og leiftrandi stundir – Helgi Bernódusson rifjar upp skemmtileg augnablik.
- Stærðfræði – kennsla – lífshlaup stærðfræðings – Svanhildur Kaaber segir frá afa sínum Ólafi Dan.
- Og söngur eins og ævinlega – Reynir Jónasson og Björgvin Gíslason leika undir söngvum sem auðvitað allir kunna og taka vel undir, undir stjórn Gunnars Guttormssonar.
Næsti fundur verður vonandi haldinn í haust! Hittumst heil.
Ath. Unnið hefur verið að því að fækka pappírsfundarboðum en þau standa að sjálfsögðu líka til boða áfram. Og munið að netpóstsending gefur færi á að áframsenda einhverjum sem gæti haft gott af því að koma á fundina okkar en veit kannski ekki af þeim.
Undirbúningshópurinn:
Bryndís 861 9186; Ragnheiður 864 3543; Sigurður Ingi Georgsson 8963940; Svanhildur
863 2354; Þóra Elfa 824 6518, Þuríður Backman 8619031.