Næsti fundur Velferðarnefndar fer fram miðvikudaginn 15. febrúar, klukkan 18. Fundurinn er opinn öllum félögum og fer fram á Teams.
Á fundinum fer fram lokafrágangur á þeim ályktunum og stefnum sem nefndin hyggst skila til ritnefndar í vikunni.
Undir Velferðarnefnd falla m.a. heilbrigðismál, félagsmál, vinnumarkaðsmál og almannatryggingar.
Hópstjórn: Aldey Unnar Traustadóttir og Guðný Hildur Magnúsdóttir.
Nefndin er ein af 7 nefndum hreyfingarinnar sem starfa fram að landsfundi í vor. Fundirnir eru opnir öllum félögum. Ef þið viljið taka þátt í málefnastarfi hreyfingarinnar þá getið þið kynnt ykkur það og skráð ykkur í hópa hér: https://vg.is/malefnahopar/
Þegar þið hafið skráð ykkur fáið þið aðgang að vinnuhópum fastanefndanna inni á Teams.
Ekki er nauðsynlegt að skrá sig til þess að sitja fundina. Hlekkur á fundinn er hér.