Search
Close this search box.
Edinborgarhúsið

Rafrænn flokksráðsfundur.

28. ágúst

Dagskrá flokksráðsfundar á fjarfundi föstudaginn 28. ágúst. 2020

Klukkan 16.00 – klukkutíma fyrir fund –  verður fundurinn opnaður fyrir skráða fulltrúa/gesti,  sem vilja æfa tæknileg atriði til að tryggja að allir heyri og sjái það sem fram fer og getið tekið þátt í almennum stjórnmálaumræðum  (sjá tæknilegar leiðbeiningar um hvernig komast inn á fund).

Flokksráðsfundur hefst klukkan 17.00 með ræðum Guðmundar Inga Guðbrandssonar og Katrínar Jakobsdóttur.

17.30 Dagskrá að vestan:  Að ræðum loknum kemur tónlistaratriði, myndband og dagskrá frá Ísafirði, þar sem halda átti fundinn. Þessum atriðum er jafnframt öllum streymt á facebooksíðu VG og á vg.is.  (Almennir fundargestir eru hér virkir hlustendur en tala ekki sjálfir og sjást ekki í mynd, sjá leiðbeiningar).

18.00 – 18.10 Stutt hlé.

18.10 – 19.00. Formenn málefnahópa kynna vinnu hópa sinna. Fimm mínútur eru áætlaðar á hvern hóp, en þeir eru níu talsins.  (aðrir en hópstjórarnir sjást ekki í mynd undir þessum lið, en hægt er að bregðast við á spjallþræði (sjá tæknilegar leiðbeiningar).

Röð hópstjóra og hópa er:

18.10 Nýsköpun: – Bergþóra Benediktsdóttir og Jökull Sólberg Auðunsson.

18.16 Byggðamál: – Guðný Hildur Magnúsdóttir og Kristján Ketill Stefánsson.

18.22 Málefni útlendinga og innflytjenda: – Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir.

18.28 Sjávarútvegur: Steingrímur J. Sigfússon og Ragnar Auðunn Árnason.

18.34 Landbúnaður: – Orri Páll Jóhannsson og Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir.

18.40 Jöfnuður: – Lilja Rafney Magnúsdóttir, Margrét Júlía Rafnsdóttir og Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir.

18.46 Alþjóða- og utanríkismál: Anna Þorsteinsdóttir og Stefán Pálsson.

18.52 Loftslagsmál og líffræðilegur fjölbreytileiki: – Elva Hrönn Hjartardóttir og Kolbeinn Óttarsson Proppé.

18.58 Mennta- og menningarmál: – Hólmfríður Árnadóttir og Þráinn Árni Baldvinsson.

19.05 – 19.50. Matarhlé. Fjarfundurinn verður öllum opinn á þessum tíma og því geta þeir sem viljað spjallað saman óformlega, sést í mynd og opnað/lokað mute/unmute á sig sjálfir.  Aðrir víkja sér frá eða borða saman með tveggja metra reglu.

20.00 – 22.00 Almennar stjórnmálaumræður, sem hefjast á myndbandi með kynningu á málefnagreiningu Gallup. Því næst opnar mælendaskrá og biðja skal um orðið með því að rétta upp hönd í tölvunni (sjá tæknilegar leiðbeiningar).

Almennar upplýsingar.  Vinna í málefnahópum sem átti að vera á sjálfum fundinum fór fram í þessari viku og var opin öllum flokksráðsfulltrúum sem vildu. Gott er að hópstjórar málefnahópa fari vel yfir plön sín um framhaldið og bjóði flokksráðsfulltrúum upp á að koma athugasemdum og viðbótum til skila til hvers hóps.

Þennan fund geta allir tekið heima hjá sér, nema örfáir starfsmenn, auk formanns og varaformanns sem verða í pallborði á Laugarnestanga. Ályktanir verða ekki teknar fyrir, aðeins ein barst fyrir tilskilinn tíma og var henni frestað til fyrsta flokksráðsfundar á næsta ári, sem vonandi verður nærfundur.

Skráning á flokksráðsfund 28&29 ágúst

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search