Taktu frá laugardaginn því Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra og núverandi félags- og vinnumálaráðherra, og Davíð Arnar oddviti VG ganga frá Straumi í „Hraun“ vestur af Straumsvík og er það liður í opnunarhátíð kosningavagns VG í Hafnarfirði. Mummi og Davíð ræða náttúruvernd, hlutverk sveitarfélaganna í náttúruvernd og tækifæri til friðlýsinga í Hafnarfirði. Áður en lagt er af stað er boðið upp á kaffi og kleinur og við lok göngu sláum við upp grillveislu.
VG í Hafnarfirði